Hvolpar á næsta leiti!

Ákvað að byrja að blogga aftur.. facebook drap bloggið!
Hef ekki bloggað hér í langan tíma eflaust því ekkert fréttnæmt hefur verið í gangi.
Sparta er hvolpafull- aðeins 4 dagar eftir af meðgöngunni. Svo að við erum komnar suður í Garð hjá Þórdísi og fjölskyldu.

Hundarnir þar á bæ eru alltaf jafn hressir og góðir, eru alveg frábærir kúrufélagar :D haha. skrítið að hafa allt í einu voffana í fanginu uppí sófa.
Sparta hefur aldrei fengið að koma uppí sófa svo að hún liggur sátt á gólfinu.

Annars er hún bara í þeim gír að sofa upp í herbergi, kíkir aðeins á gotkassan sinn og krafsar í honum. Hún er orðin svo þung á sér að henni finnst best að sofa bara, safna orku þar til hvolpaskottin koma í heimin. Þá verður fjör. :D

Þangað til næst
Alexandra


Hreeeeeeyfing.

Jæja.. komin tími á blogg..
komnir um 5 mánuðir frá síðasta :D sem er náttúrulega bara ekki að ganga.
Það sem er að frétta af mér er nú voðalega svipað bara.

Ég tók þátt í íslandsmeistarakeppni Sleðahundaklúbbs íslands.. hafnaði í 7.sæti. Keppti með Rökkva og Jaka á bakvið, og Spörtu og Ynju að framan. fórum 5 km á 40 minutum. Sem er bara ásættanlegt :D

Baldvin vann með Úlf, Hrímu, Sisku og Ronju á 26 minutum (minnir mig) sterkall.. hahahah

Annars þá tók Siberian Express þátt í mörgu og við erum mjög sátt með árangurinn.

Sleðin er löngu tilbúin og búið að nota hann mikið í vetur. Best er að hafa 4 hunda. en 2 hundar ráða alveg við hann.. ég verð semsagt að fara á annan husky :D haha Sparta dregur mig nú ekki langt á sleðanum. En hún stendur sig vel að draga mig á hjóli :D

Svo er nýjasta nýtt að nota línuskauta. :D Fór 7 km um dagin án hennar, ætla að kaupa mér hlífar og festa hana framan á mig næst þegar ég fer :D Svo er bara að sjá hvort ég standi í lappirnar og þoli þetta á línuskautum.. haha.. ég er allavega mjög spennt :D Er bara að bíða eftir að það hætti að rigna og rokinu lægi.. ekki alveg besta veðrið til að fara að línuskauta.

Ég gekk uppá Keili á laugardagin. 8 km á 2 tímum og 20 min. Í skemmtilegum félagsskap og ógeðslegu veðri.. stóðum varla í lappirnar þarna á toppnum. Sparta og Úlfur drógu mig upp seinustu metrana. Ég hafði ekki vilja í meira og þurfti að æla.. En þeirra vilji var sterkari en minn.. Svo að núna get ég sagt stolt að ég hafi farið tvisvar á toppin á Keili. Ætli maður fari ekki aftur í sumar í góðu veðri :D

Nóg í bili.

þangað til næst
-alvitra-
.


Meiri snjór, meiri snjór, meiri snjór.!

Stundum væri ég til í að ég gæti bloggað bara upphátt. semsagt bara talað. og þið hlustað.. hahahha. þá slepp ég við að skrifa.. en jæja.. ég hef reyndar ekkert á móti því að skrifa.. þar sem að ég get skrifað endalaust og um ekki neitt, hef það á tilfinningunni að þetta verði þannig blogg. svona um ekki neitt :D haha

Undanfarna mánuði hef ég verið að smíða sleða ásamt 15 öðrum skemmtilegum manneskjum sem eiga spitzhunda. Flestir eiga þó Husky, ef ekki allir.Fyrsti sleðin er næstum tilbúin, ég á þó smá í land.. þarf að fínpússa allt draslið, svo oliubera, festa og lokst binda sleðan saman..jábbs hann verður nefnilega bundin saman, ekki skrúfaður :)Skelli inn mynd þegar hann er tilbúin. Ég tók frambogan með mér heim til að klára að fínpússa hann, þá er bara skíðin og yfirskíðin, og stýrið eftir :) JEIJJJJ!

Við fengum smá snjó um dagin, og að sjálfsögðu var tækifærið nýtt og farið var á sleða.. vorum með tvö lið. Sparta, Zizou og Keano drógu Jökul og Ronja, Úlfur og Hríma drógu Baldvin. Þeir komu skælbrosandi eftir rússibana ferðina þar sem hundarnir drógu heilan hring á fullu spani. Þar sem að það gekk svo vel þá var öllum 6 hundunum skellt á einn sleða og önnur ferð farin. Sem gekk svona glimrandi vel líka. Stel hérna myndum af henni Olgu (Hrímumömmu) en hún tók nokkrar myndir af viðburðinum.

72521_1641375069773_1098712854_1776234_3894270_n

Þarna eru Úlfur og Zizou fremst, Sparta og Keano í miðjunni og Ronja og Hríma aftastar. Ég stend á sleðanum og Kristín situr/liggur á honum :D

Ég er byrjuð að vinna aftur á subway.. vinn næturvaktir á Hringbraut. þá vinn ég í viku og fæ viku frí. Tók aukavakt i dag frá 11-18 og er dauð úr þreytu.. haha er svo illt í fótunum. ætla að vera uppi rúmi á morgun svona 90 % dagsins. Skella mér í göngu með snjóskrípið mitt og fer svo að vinna hjá Magna á morgun frá 18-21.

jáááá ég hætti í skólanum, var ég búin að segja ykkur það? heheÞannig að ég er bara komin á vinnumarkaðinn.. stefni nú reyndar alveg aftur i skólan. ákvað að taka bara smá pásu og pæla hvað mig langar að læra.. :) Þannig að ekki örvænta.

En jæja þetta er kannski komið gott. ég skelli inn öðru bloggi þegar ég hef eh að segja :)

-alvitra -.-


bara svona allskonar :D

 

Finnst alveg merkilegt hvað veður a islandi hefur mikil ahrif a skap islendinga.. ef það er sol þa eru allir otrulega happy en ef það er þunglamalegt veður þa eru allir i þunglyndi.. 

Eg er buin að vera veik fra þvi a fimmtudagin, fór veik heim ur skolanum a föstudagin og helt mig inni og hvíldi mig.. dro mig svo a laugardeginum a Selfoss i nafnaveislu litla frænda mins.. Matthias Hrafn heitir hann..

Helgin leið bara svona semi venjulega.. eg var aðalega bara inni að reyna að na kvefi, hálsbolgu og því sem fylgir ur mér og ákvað að vera heima i dag (manudagur) en ætla i skolan a morgun.

Ég þarf samt eiginlega að vakna kl 5 i nott, til að fara með Spörtu i klst göngutúr, fara i sturtu og gera skolatöskuna klara fyrir skolan, er svo til 4 i skolanum... fjör ha?

Skolin gengur annars bara vel :) ég reyni að tóra i gegnum þessa önn eins og aðrar.. og kannski einhverntiman vonandi verð eg buin með þennan indæla skóla :)

Ég sýndi 2 hunda (tæknilega3) a hundasyningu Hrfi nuna seinustu helgina i agúst.
eg syndi náttúrulega Spörtuna mína sem fekk Excellent :D svo syndi ég Jaka i afkvæmadóm.

Ynja, Jaki, Sparta og Huginn voru saman í afkvæmadom og fengu heiðursverðlaun :)

Sparta, Jaki og Huginn fengu öll Excellent a syningunni :D er otrulega ánægð með það.

Ynja mamman hennar Spörtu vann svo sinn flokk (opin flokk) og varð 3 besta tík tegundar :D 

Frosti pabbi Spörtu vann sinn flokk lika (opin flokkur) og varð 4 besti rakki tegundar :D

Eybergs Ice Black Fire *Neisti* hálfbróðir Spörtu vann sinn flokk (Ungliðarakkar) og varð 2 besti rakki tegundar með ISLENSKT meistarastig :D

Eybergs Ice Black Storm hálfsystir Spörtu fékk svo 2 sæti i sínum flokki (Ungliðatíkur) og fekk Excellent :) Hún fékk ekki sæti í besta tik tegundar en fékk að keppa um það :)

Svo syndi ég hana Álftanes Mizzý 6 manaða rottweiler tik vinafólk mins :) Hún fékk góðan dom og 1.sæti i sýnum flokk (6-9 mánaða tíkur). 

Eg er mjög ánægð með þessa helgi og stefni á áframhaldandi árangur á næstkomandi sýningum :)

Svo sýni ég náttúrulega alltaf Kítu rottweiler stelpu á Rex sýningum :) hún rakar inn meistarastigunum :D haha hlakka til að sýna hana næst i oktober held ég :) svo er hrfí sýning í nóvember :)

 Annars er ekkert nytt að frétta af okkur hérna i mosfellsbæ.. lifið gengur sinn vanagang.. :)

þangað til næst

-alvitra


LEJ/LEY

 

Ég veit ekki hvort þið hafið séð hann Jaka... þið ímynduð ykkur kannski ísjaka, eða strák með stutt nafn. Maður er ekki maður með mönnum nema að hafa almennilegt nafn sko.. ekki misskilja mig, Jaki er nefnilega maður með mönnum hann heitir nefnilega Leirdals Elju Jaki...Litli LEJ er nefnilega bróðir hennar Spörtu sem í þessu bloggi er LEY eða Leirdals Elju Yrja, hún nefnilega ber líka alvöru nafn sér á herðum.LEY hefur alla sína tíð (1 ár) verið dugleg að draga, en LEJ finnst fátt jafn leiðinlegt og að draga. Ef mamma hans setur hann í dráttarbeisli og á hjólið þá vill hann mikið frekar skokka við hliðiná henni, á meðan LEY setur allt í sölurnar og dregur hlassið hana mömmu sína (mig).

Núna er Icehusky mótið að byrja næstu helgi og BH ætlar að keppa með ÚM og HR, ég ákvað að það sem að ég get ekki notað HR líka með LEY (hundur má bara keppa 1 ferð) þá varð ég að redda mér öðrum hundi, ég hugsaði að ég gæti kannski bara sett LBK á hjólið með LEY, færi kannski á hvínandi ferð þá, en sú hugsun rann út í sjó með restinni úr holræsinu þegar ég hugsaði að ég gæti ekki gert LEY að hlaupa með LBK. LBK hleypur ekkert svo hratt, en hún slær fast (badmington).

Svo að núna vandast málið, hver er nógu öflugur, fallegur,virðulegur og verðugur þess að hlaupa með LEY? Að sjálfsögðu var það tvíburi(Sexburi)  LEY hann LEJ:D

Sara kom í heimsókn með hann til að leyfa mér að prufa þau, LEJ hefur átt það til að þegar hann kemst á ákveðin hraða að reyna að glefsa í hundin við hliðiná sér. Og LEY var farin að taka upp á því við HR um dagin. Þannig að ég kveið aðeins fyrir að þau myndu fara að kíta aðeins. En allt kom fyrir ekki, ég festi þau við hjólið og hvatti þau áfram og áfram fóru þau og drógu og drógu og drógu saman, eins og þau væru skyld (tjaa, tvíburar náttla). 

Þannig að önnur æfing í kvöld, og svo í kringum Elliðarvatn á morgun og svo hvíld fram á Laugardag þar sem keppnin verður :D 

Það verður spennandi að sjá. 2 lið frá Hraðlestinni munu keppa, ABE með LEY og LEJ og BH með ÚM og HR :D verður gaman að sjá hvernig við stöndum okkur :D

Hérna eru LEJ og LEY saman tæplega 3mánaða og strax orðin samtaka :D

8126_173920574749_555134749_3657407_3063338_n

 

kv.Alvitra


Trúiru þessu? ný færsla :)

já... fékk innblástur eftir að hafa lesið bloggið hjá LBK.. sá að hún var að rúlla upp bloggheimunum þessa dagana.. blogg á dag.. þannig að ég ákvað að drífa í að gubba einhverju út úr mér..

hef nú samt ekki mikið að segja :)

Sumarfrí þessa dagana, ég vinn á alveg yndislegum vinnustað.. nánar tiltekið leikskólanum Hulduberg :)

Það er rosalega fínt, núna seinustu 2 vikurnar hef ég verið í sumarfríi frá sumarvinnunni minni sem ég fékk í sumarfríi frá skólanum. Sem er reyndarað byrja eftir 2 mánuði.

Hlakka nú ekkert svo til, skóli er ekki alveg það skemmtilegasta í heimi... og ég bara trúi ekki að ég sé að byrja 3 árið mitt í Borgó... finnst eins og ég hafi byrjað í gær.. ég man eftir útskriftinni úr Lágó..

En maður eldist víst... og talandi um að eldast, þá átti rjómatertan mín afmæli í gær.

Já litla barnið mitt hún Sparta varð eins árs í gær.
Ég man þegar ég sá hana fyrst, sat á gólfinu í sólstofu hjá Þórdísi og Sparta kom með Huginn, Kraft og Demon bræðurm sínum og réðust á mig...

 Ég klappaði þeim öllum og kreisti að mér, þau voru öll svo mjúk og sæt. :)
Svo hlupu strákarnir allir út en Sparta varð eftir í fanginu mínu, og reyndi að naga hökuna mína, nefið, hárið.. já bara allt.. ég bráðnaði í klessu og dagin eftir sótti ég hana og tók hana heim.

Ég hef ALDREI verið svona ánægð í bíl.. haha.. sat þarna frammí hjá Jonna með Spörtuna í fanginu...hún var svo ótrúlega dugleg, vældi ekkert, sat bara í fanginu mína hugfangin að fá að sjá allt landslagið :)

Þessi dagur var mjög viðburðaríkur í lífi hennar, hún eignaðist nýja foreldra, fékk að hitta bæði settin af afa og ömmu...
ég á aldrei eftir að gleyma þessum deg :)

Og núna í dag þá eru hún árinu eldri.. hress og kát... mér finnst hún vera fallegasti hundur í heimi, enda litla barnið mitt :) 

Afmælisdagurinn byrjaði þannig að Sara kom í heimsókn og knúsaði litlu afmælisfrænku sína, svo fórum við til LBK og sátum í hitapollinum á pallinum, á meðan Sparta og Rökkvi léku sér, Jaki var bundin við tré og Úlfur og Ronja sátt í gerðinu sínu. :)

Svo fórum við niður á Vatnsenda, ég, sara, teddi, Sparta, Jaki og Rökkvi... og viðlétum þau synda í Elliðarvatni :D já eða.. sko.. þurftum að henda Jaka og Spörtu útí á bólakaf en Rökkvi synti bara eins og engin væri morgundagurinn :D Sparta og Jaki létu sig hafa það og syntu nokkrar ferðir :D Svo settum við þau inní hestagirðingu (hestarnir voru i girðingunni við hliðiná) og þau fengu að hlaupa þar eins og mongólítar :D

Svo fengu Sparta og Jaki nautasteik í kvöldmat og voru frekar sátt við það :D

37578_412904139181_772859181_4397750_3809857_n

Svo gistum við Sparta bara hjá Söru og Tedda :)

Katrín systir sótti okkur svo áðan :) og ég hef bara verið heima núna í allan dag :)

 

En þetta er komið gott, vona að ég bloggi svo bráðum aftur.. hehe

 

-alvitra

 


Fyrsta færsla ársins 2010.

ég er semsagt að reyna að slá heimsmet í lélegri bloggsíðu, hef voða lítið bloggað, hef reynar EKKERT bloggað á þessu ári. facebook er alveg búið að stela manni.

En það sem á daga mína hefur drifið er aðalega bara skólin, Sparta litla (stóra) og að sinna öðru. 

Sparta verður 9 mánaða á morgun :) og Katrín Hill ætlar að koma með hann Hulduheims Gabríel (Gabba) í heimsókn. Þar sem að Jakaskinnið er í Garðinum, útaf Sara og Teddi eru flúin til Spánar, þau eru þó væntanleg til baka á laugardaginn, og við hittumst eflaust á sunnudagin. Eftir 3 vikna aðskilnað.

Páskafríið flaug svoleiðis áfram að maður vissi varla upp né niður, ég byrjaði mán, þrið og miðvikudagin á að passa frá kl 8-13 tvo hressa gaura. Og Sparta fékk að koma með, þar sem að hressu gaurarnir eeeeelska spörtu. Enda annað ekki hægt.

Svo byrjaði skólin aftur mér til mikillra gleði og ánægju, NOT. hlakka svo til að komast í sumarfrí-ið mitt. ég er að sækja um vinnu allstaðar, vona að ég fái bara vinnu á leiksskóla hérna í mosó eða einhvað. Ég vona allavega að ég fái bara vinnu, þarf á henni að halda.

Ég ætlaði að blogga geðveikt langt og setja inn myndir, en ég bara nenni því ekki :P hehe
þannig að ég set bara myndir með næst :D

 kv. Alvitra


Síðasta færsla ársins

jææja, þá ætla ég að reyna að koma með örlítið yfirlit yfir árið, ég ætla þó ekki að hafa það gríðarlega nákvæmt, stikla bara á stóru hérna :D

 

Janúar : langþráður draumur hófst og ég fékk HEST. En hún amma mín lánaða mér hann Hljóm.

 

Febrúar: Febrúar kláraðist nú bara eins og Janúar og ég gerði ekki annað en að fara uppí hesthús og vera dugleg í skólanum.

Mars: Í mars áttu 4 fjölskyldumeðlimir afmæli, og var haldið upp á það eins og vanalega. Skólin og hesthúsið áttu þó allan hug minn eins og undanfarna mánuði.

Apríl: Það gerðist ekkert merkilegt í apríl :)Nema að við Brynja skruppum í reiðtúr saman, og lékum okkur einhvað berbakt :P


Ég og Hljómsi kallin

Gamli gráni, og ég og Hljómsi

Maí: í maí tókum við amma eftir að Hljómur var farin að veigra sér að nota hægri framfótin, og ákváðum við að fara með hann til dýralæknis -sins Helga. Þetta var mín fyrsta heimsókn til Dýralæknis og ekki var hún nú góð. Því að Helgi dæmdi Hljómin minn til dauða. Hann sagði að prinsin væri alltof spattaður ( Spatt er eins og hellti hjá mannfólki) og við amma ákváðum að gefa honum sitt síðasta sumar í sveitinni.

Júní: Ég fékk lánaðan hest frá hesthúsinu við hliðiná. sem að henti mér svo bara af sér, þannig að eftir einhverja viku þá skilaði ég honum. Ég varð að fá nýjan hest, og þá fékk ég hana Dáð til prufu, það svínvirkaði allt hjá okkur þangað til að hún henti mér tví veigis af baki og prjónaði með mig. Ég tók hana þó uppí bústað og ætlaði að láta hana virka.


skjóni gamli :P 10 vetra gæðingur


Dáð litla 16 vetra meri

Júlí: Hestarnir voru uppi sumarbústað að éta gras, og við ferðuðumst, ég og Jonni byrjuðum saman.

Ágúst: Ég, Pabbi og Mamma keyrðum í kringum landið og stoppuðum í nokkra daga hjá vinfólki okkar í skriðdalnum.Og undur og stórmerki gerðust. Fyrr á árinu sagði pabbi við mig að ég mætti auglýsa eftir hesti, ef einhver vildi skipta við mig á 2 100 króka veiðilínum, og fékk ég e-mail frá manni sem vildi skipta við mig á linunum og vetur gömlum brúnskjóttum hesti. Við slógum til og Tjaldur frá Laxárnesi var fyrsti keypti hesturinn. Kormákur sonur Jonna fæddist. Og við keyptum annan hest  Milla frá Klettholt. 13 vetra meri sem átti að verða reiðhesturinn minn. Tjaldur sem folald.


Tjaldur litli prins komin í sveitasæluna.


í heilum dal, gat ég labbað uppað 1 vetra ótömdum fola og klappað honum, þvílíkt gæðablóð sem ég á.

 
ég og Milla

 

September: Ég gafst upp á Dáð, og við Jonni fengum okkur litla skvísu, Siberian Husky skvísuna Spörtu. Hún er yndisleg í alla staði.

Október: Við Jonni hættum saman og ég fékk Spörtu.

Nóvember:Það var lítið að gerast í Nóvember, ég lifði bara lífinu, fór í skólan og hugsaði um Spörtu mína.

Desember: Hestarnir voru teknir inná hús, og eftir sem leið á Desember var tekin sú ákvörðun að Milla mundi verða seld. Ég ætla að taka bílpróf fyrir peninginn sem fæst fyrir hana, og fæ eflaust lánaðan reiðhest frá vini frænda míns.

Svo endaði ég árið með frábærum degi, ég og Sparta fórum að hitta fleiri husky hunda og eigendur þeirra. Hittumst í hádeginu á Reykjavíkurtjörn, og ullum mikilli gleði viðstaddra, vorum umtöluð af hlaupurum og túristar fengu að setjast á sleðana og vera dregnir tjörnina þvera og endilanga. Sparta steig sín fyrstu spor í Björkis dráttarbeisli, og dró sleðan hennar Kollu með Blanco frænda og Uglu. Svo dró hún með Jaka stíkasleða. Og Svo með Jaka, Castró og Frosta pabba.

 

Takk fyrir árið sem leið, og vona að við eigum eftir að eiga góðar stundir á nýju ári.

Áramótakveðja. Alexandra Björg


2 mánuðir...

Í dag er mjöööög merkur dagur, já því að í dag hef ég átt hana Sparthildi í 2 mánuði...
Litla rúsínan mín er náttúrulega fallegust og þegar ég fékk hana var hún í kringum 5-6 kg en í dag eru hún á milli 13 og 14 kg... litla feitabollan mín :D

  litla sæta stelpan mín 10 daga :D

  hérna er hún 11 vikna, og nýkomin til mín


Þessar eru svo teknar í dag, svona í tilefni dagsins :D

Við fórum líka á hvolpahitting í dag, og hittum Eros, Lunu og Öskju sem eru öll systkini og eru mánuði yngri en Sparta, en henni fannst samt ótrúlega gaman að leika við þau. Svo er hún bara eiginlega búin að vera sofandi í allan dag, því að hún sefur ef hún er þreytt og hún er alltaf þreytt :/ sérstaklega eftir svona hittinga, því hún hleypur svo ótrúlega mikið.


svo ákvað Sparta að syngja aðeins fyrir Katrínu systur sem var að passa hana.

það eru komnar fullt af myndum inná síðuna hennar Spörtu www.sparta.dyraland.is  munið að kvitta fyrir komu ykkar þar :D

-alvitra og sparthildur


bleh

 

 sjúbbidú, ég á að vera læra, en ég nenni því ekki.. ætla frekar að blogga...

Það sem er að frétta af mér er..

*skólin er alveg crazy, svo mikið að gera, ég lærði allt sunnudagskvöldið fyrir Ensku próf, lærði allt mánudagskvöldið fyrir munnlegt ensku próf og orðaforða próf í ensku, sem ég btw, þarf að ná 9,5 í annars næ ég ekki símati og þarf að taka lokapróf 10 des.  Sem ég nenni ekki. Og ég fór í prófið í dag, og ég held að ég hafi verið að fá svona 9.. :/ tvennt sem ég svaraði ekki, hvað í fokkanum þýðir longevity... það var ekki einu sinni í bókinni og ekki í hand-outinu.. er sko smá pirruð:P Og svo mundi ég ekki neitt orð sem kemur af rótinni Phil, en Phil er gríska orðið yfir love... en auðvitað átti ég að skrifa philosophy.. en ég klikkaði á því, þannig að allavegana 2 villur.

* Það gengur rosalega vel með Sparthildi, við erum á námskeiði í Hundalíf, og það er rosalega skemmtilegt, erum með Jaka og Sisku systkinum Spörtu. Og Sparta er búin að læra alveg helling...

  1. sestu
  2. sæl
  3. gemmér five
  4. NEI
  5. niður
  6. fram(er að ná því)
  7. komdu
  8. veifa(svona næstum því)

Þetta er frekar góður árangur fyrir 4 mánaða hvolp :)

*www.sparta.dyraland.is  já að sjálfsögðu fær skvísan heimasíðu, þarna eru aðalega myndir :)

en ég ætla að fara lesa svolítið fyrir söguprófið og fara svo að sofa.. ætla bara að sætta mig við að fá í kringum 8. en ekki 10. fæ bara 10 á næsta söguprófi :P

túrílú - Alvitra


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband