13.7.2010 | 16:28
LEJ/LEY
Ég veit ekki hvort þið hafið séð hann Jaka... þið ímynduð ykkur kannski ísjaka, eða strák með stutt nafn. Maður er ekki maður með mönnum nema að hafa almennilegt nafn sko.. ekki misskilja mig, Jaki er nefnilega maður með mönnum hann heitir nefnilega Leirdals Elju Jaki...Litli LEJ er nefnilega bróðir hennar Spörtu sem í þessu bloggi er LEY eða Leirdals Elju Yrja, hún nefnilega ber líka alvöru nafn sér á herðum.LEY hefur alla sína tíð (1 ár) verið dugleg að draga, en LEJ finnst fátt jafn leiðinlegt og að draga. Ef mamma hans setur hann í dráttarbeisli og á hjólið þá vill hann mikið frekar skokka við hliðiná henni, á meðan LEY setur allt í sölurnar og dregur hlassið hana mömmu sína (mig).
Núna er Icehusky mótið að byrja næstu helgi og BH ætlar að keppa með ÚM og HR, ég ákvað að það sem að ég get ekki notað HR líka með LEY (hundur má bara keppa 1 ferð) þá varð ég að redda mér öðrum hundi, ég hugsaði að ég gæti kannski bara sett LBK á hjólið með LEY, færi kannski á hvínandi ferð þá, en sú hugsun rann út í sjó með restinni úr holræsinu þegar ég hugsaði að ég gæti ekki gert LEY að hlaupa með LBK. LBK hleypur ekkert svo hratt, en hún slær fast (badmington).
Svo að núna vandast málið, hver er nógu öflugur, fallegur,virðulegur og verðugur þess að hlaupa með LEY? Að sjálfsögðu var það tvíburi(Sexburi) LEY hann LEJ:D
Sara kom í heimsókn með hann til að leyfa mér að prufa þau, LEJ hefur átt það til að þegar hann kemst á ákveðin hraða að reyna að glefsa í hundin við hliðiná sér. Og LEY var farin að taka upp á því við HR um dagin. Þannig að ég kveið aðeins fyrir að þau myndu fara að kíta aðeins. En allt kom fyrir ekki, ég festi þau við hjólið og hvatti þau áfram og áfram fóru þau og drógu og drógu og drógu saman, eins og þau væru skyld (tjaa, tvíburar náttla).
Þannig að önnur æfing í kvöld, og svo í kringum Elliðarvatn á morgun og svo hvíld fram á Laugardag þar sem keppnin verður :D
Það verður spennandi að sjá. 2 lið frá Hraðlestinni munu keppa, ABE með LEY og LEJ og BH með ÚM og HR :D verður gaman að sjá hvernig við stöndum okkur :D
Hérna eru LEJ og LEY saman tæplega 3mánaða og strax orðin samtaka :D
kv.Alvitra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.