8.11.2010 | 23:25
Meiri snjór, meiri snjór, meiri snjór.!
Stundum væri ég til í að ég gæti bloggað bara upphátt. semsagt bara talað. og þið hlustað.. hahahha. þá slepp ég við að skrifa.. en jæja.. ég hef reyndar ekkert á móti því að skrifa.. þar sem að ég get skrifað endalaust og um ekki neitt, hef það á tilfinningunni að þetta verði þannig blogg. svona um ekki neitt :D haha
Undanfarna mánuði hef ég verið að smíða sleða ásamt 15 öðrum skemmtilegum manneskjum sem eiga spitzhunda. Flestir eiga þó Husky, ef ekki allir.Fyrsti sleðin er næstum tilbúin, ég á þó smá í land.. þarf að fínpússa allt draslið, svo oliubera, festa og lokst binda sleðan saman..jábbs hann verður nefnilega bundin saman, ekki skrúfaður :)Skelli inn mynd þegar hann er tilbúin. Ég tók frambogan með mér heim til að klára að fínpússa hann, þá er bara skíðin og yfirskíðin, og stýrið eftir :) JEIJJJJ!
Við fengum smá snjó um dagin, og að sjálfsögðu var tækifærið nýtt og farið var á sleða.. vorum með tvö lið. Sparta, Zizou og Keano drógu Jökul og Ronja, Úlfur og Hríma drógu Baldvin. Þeir komu skælbrosandi eftir rússibana ferðina þar sem hundarnir drógu heilan hring á fullu spani. Þar sem að það gekk svo vel þá var öllum 6 hundunum skellt á einn sleða og önnur ferð farin. Sem gekk svona glimrandi vel líka. Stel hérna myndum af henni Olgu (Hrímumömmu) en hún tók nokkrar myndir af viðburðinum.
Þarna eru Úlfur og Zizou fremst, Sparta og Keano í miðjunni og Ronja og Hríma aftastar. Ég stend á sleðanum og Kristín situr/liggur á honum :D
Ég er byrjuð að vinna aftur á subway.. vinn næturvaktir á Hringbraut. þá vinn ég í viku og fæ viku frí. Tók aukavakt i dag frá 11-18 og er dauð úr þreytu.. haha er svo illt í fótunum. ætla að vera uppi rúmi á morgun svona 90 % dagsins. Skella mér í göngu með snjóskrípið mitt og fer svo að vinna hjá Magna á morgun frá 18-21.
jáááá ég hætti í skólanum, var ég búin að segja ykkur það? heheÞannig að ég er bara komin á vinnumarkaðinn.. stefni nú reyndar alveg aftur i skólan. ákvað að taka bara smá pásu og pæla hvað mig langar að læra.. :) Þannig að ekki örvænta.
En jæja þetta er kannski komið gott. ég skelli inn öðru bloggi þegar ég hef eh að segja :)
-alvitra -.-
Athugasemdir
Hæ sæta mín :) Flott blogg hjá þér. Hlakka til að fara sleðast með þér. Sleðinn verður ógó flottur hjá þér pottþétt :)
Þú ert duglegust :)
Auður Eyberg (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.