11.4.2011 | 17:24
Hreeeeeeyfing.
Jæja.. komin tími á blogg..
komnir um 5 mánuðir frá síðasta :D sem er náttúrulega bara ekki að ganga.
Það sem er að frétta af mér er nú voðalega svipað bara.
Ég tók þátt í íslandsmeistarakeppni Sleðahundaklúbbs íslands.. hafnaði í 7.sæti. Keppti með Rökkva og Jaka á bakvið, og Spörtu og Ynju að framan. fórum 5 km á 40 minutum. Sem er bara ásættanlegt :D
Baldvin vann með Úlf, Hrímu, Sisku og Ronju á 26 minutum (minnir mig) sterkall.. hahahah
Annars þá tók Siberian Express þátt í mörgu og við erum mjög sátt með árangurinn.
Sleðin er löngu tilbúin og búið að nota hann mikið í vetur. Best er að hafa 4 hunda. en 2 hundar ráða alveg við hann.. ég verð semsagt að fara á annan husky :D haha Sparta dregur mig nú ekki langt á sleðanum. En hún stendur sig vel að draga mig á hjóli :D
Svo er nýjasta nýtt að nota línuskauta. :D Fór 7 km um dagin án hennar, ætla að kaupa mér hlífar og festa hana framan á mig næst þegar ég fer :D Svo er bara að sjá hvort ég standi í lappirnar og þoli þetta á línuskautum.. haha.. ég er allavega mjög spennt :D Er bara að bíða eftir að það hætti að rigna og rokinu lægi.. ekki alveg besta veðrið til að fara að línuskauta.
Ég gekk uppá Keili á laugardagin. 8 km á 2 tímum og 20 min. Í skemmtilegum félagsskap og ógeðslegu veðri.. stóðum varla í lappirnar þarna á toppnum. Sparta og Úlfur drógu mig upp seinustu metrana. Ég hafði ekki vilja í meira og þurfti að æla.. En þeirra vilji var sterkari en minn.. Svo að núna get ég sagt stolt að ég hafi farið tvisvar á toppin á Keili. Ætli maður fari ekki aftur í sumar í góðu veðri :D
Nóg í bili.
þangað til næst
-alvitra-
.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.