28.1.2008 | 01:07
helgin mín
Þessi helgi var frekar skringileg en fljót að líða.. ég var veik á miðvikudegi,fimmtudegi og föstudegi.. og ég bara nennti ekki að vera inni líka á laugardegi svo að ég ákvað að fara til Ásu og Ólínu,, og þar sem að ólína var að flytja að heiman þá ákvað ég að ég yrði að sjá nýju íbúðina sem var svona líka krúttleg:D við stöllur förum svo að versla i matin i bónus og fá okkur að borða í kringlunni, svo förum við heim til ólínu, horfum á eina mynd og svo kemur Aggi bróðir Ásu að sækja okkur því að Ása ætlaði að fara passa Bjössaling og Davíð syni Agga... svo kemur hann og við erum að keyra og svo bara bumm.. bíllin drepur á sér.. og kveikti ekki á sér aftur. Sem var alveg fokk pirrandi því að við ólína þurftum að fórna okkur i strætó því að rescue bíllin var bara 5 manna.. svo að við Ólína skelltum okkur i strætó túr sem endaði alveg ágætlega.. svo pöntuðum við pizzu og ég og Ása skiptumst á að ráðast á Bjössann:D sem er æðislegasta barn i geimi... hann er svo mikið krútt.. svo horfum við bara á einhverjar myndir og american Idol þætti sem voru gg fyndnir.. svo þegar förum við bara að sofa.. strákarnir litlu og við 3 inni barnaherbergi.. ég og ólína vorum á sitthvori dýnuni en Ása deildi rekkju með strákunum, hún reyndar kom svo niður til mín þegar hún var að deyja úr þrengslum. (3 manneskjur á einni dýnu)
Svo vöknum við hress og kát á sunnudegi og fáum okkur að borða og biðum eftir að hjónakornin vöknuðu til að taka á móti börnunum, svo fórum við, þurfum að bíða eftir strætó í rúman klukkutíma og Ása fór heim til sín, Ólína sín en ekki Alexandra neeeeiii.. ég fór í Þorrablót, sem var svona líka undarlegt. Ég mæti kl 2 og aðstoðaði ömmu mína við að skræla karteflur og ganga frá glösum og hnífapörum,, svaka stuð, svo koma allir og ég eins og útburður, (ég var ekkert búin að fara heim i sturtu eða skipta um föt) svo að ég varð að bíða eftir ma og pa sem komu með gallabuxur og bol á mig svo að ég var aðeins skárri útlítandi.. svo settist ég niður og borðaði besta mat í heimi... haaangikjöt og rófustöppu.. svo kjaftaði ég bara endalaust við litlu frænku mína hana Ágústu sem er reyndar alveg örugglega stærri en ég.. en samt ári yngri og stofni neðar en ég:D ALEXANDRA STÓRA! Svo var mér farið að leiðast svolítið undir lokin,, svo að við fórum kl hálf 8. en alexandra fór sko ekki heim.. neiiheii ég fór í bíó með Katrínu stóru systur og vinkonu hennar.. á svona líka leiðinlega mynd Cloverfield held ég að hún heiti en í hléinu hitti ég hann Egil minn og ég ákvað að færa mig upp til hans og hans vina.. Svo fékk ég far heim og sit bara hérna fyrir framan tölvuna og sjónvarpið og er að blogga...
En hann Egill á afmæli í dag (tæknilega í gær, kl er yfir miðnætti) en samt fær hann afmælissöng
Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann egill,
hann á afmæli i dag,
hann er 16 ára í dag,
hann er 16 ára dag,
hann er 16 ára í dag hann egill,
hann er 16 ára í dag.
Hann hefur stækkað i nótt,
hann hefur stækkað í nótt,
Hann hefur stækkað hann egill,
hann er orðin risa stór.
Til hamingju með afmælið gæskurinn (L) æfingarakstur á næsta leiti.
Þá er helgin min komin:D
-Alexandra Björg
Athugasemdir
HEHE ég elska þig svo mikið alex að það er ekki fyndið þetta er svo fallegt blogg hjá þér ( guð hvernig hljóma ég ég er að hlusta á ,you raise me up, sem ása var að senda mér og ég er bara... það er allt svo fallegt og mér langar til að gráta sko) ohh alex mér þykir svo vænt um þig
þín bff
Brynja
BRYNJA KLÁRLEGA BANGSÍMON (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.