3.2.2008 | 17:14
1-3 febrúar 2008
jæja þá er þessi vika og helgi blessunarlega búinn.. og ég er að detta niður úr þreytu..
ég var semsé á námskeiði 1-3 feb.. svona skátanámskeiði á úlfljótsvatni sem var náttúrlega brjálað stuð:D nema hvað að á svona námskeiðum þá fær maður varla að anda... það var bara fyrirlestur,fyrirlestur, smá hvíld, út, út ,út og bara alltaf einhvað að gera.. fengum kannski hálftíma hér og þar eða 10 mín til að sækja útiföt og svona.. en þetta er ekkert kvörtunar blogg.. þó svo að ég muni örugglega kvarta einhvað í því, það er mjög sterkur hæfileiki hjá mér,, AÐ KVARTA!
en já á föstudeginum þá skutlar mamma mér til Brynju sætu og ég borða heima hjá henni geðveikt góðan lax, svo kemur Linda og sækir okkur og við förum allar 3 uppá BÍS svo koma rúturnar og sækja okkur.. ég sat við hliðina á Sædísi og við vorum geðveikt dauðar að hlusta á ipod og horfa á stjörnurnar.. Linda og Brynja voru líka soldið dauðar:P en svo komumst við á leiðarenda og Sædís heldur af stað með litlu dróttskátunum í KSÚ en við í DSÚ. Svo er Linda sett með öðrum sveitarforingjum i fálkaskálan sem var óupphitaður og ískalt, en Brynja var sett i annað herbergi í DSÚ og ég í annað.. en ekki lengi,, nei nei þegar Margrét Vala (gellan sem stjórnar) var búin að rífa vinahópana gjörsamlega i sundur þá skiptum við okkur bara sjálf aftur i flokka.. svo að ég og Brynja náðum að vera saman. Og við vorum i flokki sem hét Bernódus og drekaflugurnar og vorum 9.. ég kynntist mjög skemmtilegum stelpum og voða voða gaman. Svo er bara kynning á dagskrá og svona skemmtileg heit og hvíld kl 1. En Linda fékk að koma og gista hjá okkur:D
Laugardagurinn var voða spennó:P vöknuðum kl 8 og ég og Brynja vorum mættar í eldhúsið kl 8:20 bara uppá djókið og ákváðum að hjálpa dugnaðarmönnunum sem stóðu þarna að skera gúrkur og tómata.. og svo fengum við að borða kl 9 og svo var bara skellt sér út í dagskrá og ég sver að allt úlfljótsvatn var fullt af snjó það var snjór uppað lærum.. við fórum i leikjadagskrá með AÞ sem var gg gaman... og flokkurinn vann mjög vel saman og við urðum nánari, vorum ekki eins feimin og svona.. svo var hádeigismatur og svo var meiri dagskrá sem var reyndar inni í JB. en það voru bara svona fyrirlestrar sem við Brynja sofnuðum við (ekki lengi samt) svo kom Bragi og ræddi við okkur og svo var bara frjáls tími... sem að mig minnir sterklega að sumir höfðu notað til að sofa... þannig að ég var geðveikt ein að láta mér leiðast.. svo fórum við í aðra dagskrá sem að flokkurinn hennar Lindu hafði samið við fórum i kimsleik sem var þannig að við áttum að smakka nokkra hluti með bundið fyrir augun og giska hvað það var.. það var frekar nasty en við lifðum.. svo fengum við að horfa á nokkra hluti og áttum að skrifa hvað við hefðum séð.. svo fórum við út í leik sem heitir Drunken Spider sem er þannig að nokkrir halda í axlirnar á hvort öðrum i hring og beyga sig inni hann svo koma aðrir og taka tilhlaup einn i einu og stekkur upp á þessa sem eru i hring og verður að komast yfir alla taka i lærin á einni manneskju og skella sér undir þannig að maður fer með höfuðið í gegnum klofið á einni manneskju.. þessi leikur er svo brjálæðislega skemmtilegur að það er ekki eðililegt.. svo fórum við i keppni að renna okkur niður brekkuna á ruslapokum og mitt lið vann:D svo áttum við að finna var okkar eigin takmörk eru og hlaupa berfætt i snjónum.. sem ég gerði líka:) svo var frjálst og loks matur, við fengum KJÖTSÚPU :D svo var bara frjálst og svo kvöldvaka og svo næturleikur sem var alveg einstaklega leiðinlegur. svo var kvöldkaffi og svo fórum við í smiðjuna til að búa til gjöf fyrir vinaflokkin okkar.. svo fórum við uppí rúm bara að spjalla og svo fórum við að sofa.
Sunnudagurinn: við vöknuðum kl 9 fórum að borða og fórum svo i skátadagskrá.. í fyrsta lið þá fórum við í drunken spider sem við náðum i 1 riðli svo að við máttum bara chilla úti i 10 min og´fórum svo á næsta póst og þá áttum við að halda jafnvægi á skipinu.. það tók nokkrar tilraunir en hafðist samt og héldum jafnvægi og gátum skipt um stað og hoppað og svona.. mjög gaman.. svo fórum við í næsta póst sem var i gilwell skálanum.. þar áttum við að skrifa ræðu um afhverju krakkar meiga taka með sér rafmagnstæki i útilegur.. svo fórum við til Elsíar úti og áttum að hrósa hvort öðru en við Brynja vorum mikið frekar i því að hoppa á Elsí og láta hana detta og svona.. mikið skemmtilegra.. svo fórum við í JB. og skrifuðum niður lífsgildi og svo aftur i gilwell skálan þar sem að við héldum ræðukeppni og svo fengu allir blað á bakið á sér og allir gengu um og skrifuðu einhvað fallegt um alla.. svo var matur... fengum pasta og svo var bara tiltekt og frjáls tími. svo var slit og svo var bara farið heim... og við vorum geðveikt úldnar á leiðinni heim sátum 4 með ipoda í eyrum og buffin fyrir augunum og sváfum :D
svo er ég bara hérna núna að blogga og leka niður úr þreytu:S
kv. Alexandra súper skáti
Athugasemdir
Takk fyrir helgina Alexandra mín!:)
Linda (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:10
Hæ sæta og takk fyrir síðast
Það hefur greinilega verið mikið stuð á Úlfljótsvatni!!!! Bið að heilsa úr sólinni og hitanum í Ástralíu!!!
Kveðja Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.