19.3.2008 | 01:53
elísabetar gullmolar og eurovision
það eru nú mörk fyrir fituhlussukvöldi og ég held að ég gæti dregið þessi mörk hérna, ég sit uppi rúmi, með tölvuna á mér, með 2l kókflösku sem er hálf við hliðina á mér(tek það framm að ég er ekki búin að drekka hana alla) og kökubox sem að það voru kökur í, ég er búin með þær en þetta voru líka svoooooo góðar kökur:D
annars er þetta páskafrí búið að vera semi, er búin að vera með Kára seinustu 2 daga, bara i einhverju chilli, ég málaði Kolbein bróðir hans i dag og svo drógum við hann á fálkaskátafund hjá Árbúum, þar sem að það var skyndihjálp.. :D ég lærði alveg helling :D svo fórum við yfir á bís og ég talaði við Steina í smá stund um einhvað garðbúa dót, alltaf gaman að tala við bís liðið :D
Svo fórum við Kári og Kolbeinn heim til þeirra og átum kvöldmat, og svo fór ég heim.. og ligg hérna i algjöru yfirlæti með kókflöskunni:P sem minnir mig á það, að elísabet systir min sem er núna i þjóðverjaríki hefur í ófá skipti gefið frá sér algjöra gullmola, og ég hef stundum skrifað þá niður og hérna eru nokkrir..
Elísabet says: ég og kókflaskan erum að pæla að fara i sturtu, bara við tvö
Alexandra: þú veist að það er HÚN kókflaskan
Elísabet: já en þetta er kókið mitt
Alexandra: þá er hún hvorugkyn
Elísabet: já þess vegna erum það við tvö
Elísabet: sjáðu hvað við erum sæt saman, sjáðu hvað við elskumst mikið
Elísabet says: þú mátt sko ekki fá brauðið mitt
Elísabet says: vá átt þú þessa skó?
Alexandra says: já
Elísabet mátar skóna og segir: vá heyrðu ég ætla bara að eiga þá
Elísabet getur verið algjör álfur.. ég á 3 myndbönd af henni þar sem að hún er einhvað að fíflast, ég þyrfti að fara henda þeim hérna inn :P eða á youtube:P ég sé til hverju ég nenni, en ég veit að hún brjálast ef ég set þau á netið en núna er hún í útlandinu svo að hún getur bara sofið i tjaldinu sínu og sungið ich bin auslander og sprakker nich god deutch eða hvað sem þetta lag heitir.. en það er samt geðveikt skemmtilegt að syngja það :')
en já ég ætla að lesa smá undir samrændu prófin á morgun, þó svo að ég nenni því svo engan vegin, þá verð ég víst að lesa einhvað smá, ég fékk 3 hefti í stærðfræði, 1 í íslensku, og svo á ég einhverja óunna heimavinnu i ensku og dönsku sem ég get unnið, svo þarf ég bara að fara á videoleigu og leigja danskar myndir og læra:') eða fá einhver hefti eftir páskafrí ég nefnilega gleymdi því, svo get ég lika bara lesið einhverja bækur á dönsku :P ég ætla nefnilega að taka öll samrændu nema náttúrufræði. og ég er að pæla i borgó eða fb, mig langaði i kvennó en það er bara bekkjarkerfi og svo var ég að pæla i MH, en þegar ég fór og skoðaði skólan þá hætti ég við:D.. og svo er líka Elísabet i honum, Katrin er i FÁ svo að ég fer ekki þangað..
og svo að ég babbli einhvað áfram hérna þá ætla ég að tala um Eurovision, því að ég er algjört eurovision nörd..
fáir muna ekki eftir keppninni 1999.. þegar Charlotte Perelli rændi íslendingum sigrinun, en Selma varð i öðru sæti, en Svíar unnu með stolnu lagi ´Take me to your heaven´sem er reyndar mjög skemmtilegt lag:P en núna eru íslendingar að senda út algjör eurovision sprengju´This is my life´með Friðriki og Regínu http://www.youtube.com/watch?v=dkMlGcZvpus og eru voðalega sigurstrangleg en getiði hvað.. SENDA SVÍAR EKKI ÞESSA LJÓSHÆRÐU SVINDLARATÍK AFTUR ÚT, jújú núna fer Charlotte Perelli út með lagið ´Hero´sem er líka rosalega skemmtileg.. http://www.youtube.com/watch?v=ELQb_SBwFyw
en það er gamans að geta að 1999 þá hét Charlotte, Charlotte Nilsson ekki Charlotte Perelli... gellan bara giftist og læti(eða skildi)..
enn ég meina það, ef svíar vinna og ísland verður i 2 sæti, þá fer ég að grenja, ég afneita svíþjóð sem norðurlandaþjóð, en hlusta svo alltaf á Take me to your heaven i laumi ..!
en já meira um eurovision.. Ása var einhvað að youtube-ast og sendi mér link af gömlu lagi, ég var 8 ára þegar það var að keppa og getið hvað.. ÉG MUNDI EFTIR ÞVÍ :D árið 2000 þegar thelma og einar ágúst fóru út.. þetta lag var svo eftirminnilegt , en þetta er einmitt sænska lagið ´The Spirits Are Calling My Name ´sem að Roger Pontare söng.. http://www.youtube.com/watch?v=uSLFlI6XcEY
þannig að ég fer einhvað að skoða og ég finn alveg fullt af lögum sem voru fyrir 8 árum, sem ég man eftir t.d http://www.youtube.com/watch?v=nEvMSup-uVY&feature=related þetta er Ines sem söng fyrir Estoniu.. ég hélt með þessu lagi,, getiðið ekki séð þetta fyrir ykkur,, pinkulítil 8 ára skvísa, með alveg ljóst hár og blá augu, hoppandi og syngjandi með þessu :P en svo var líka annað lag sem ég hélt með en það var Charmed sem sungu fyrir Noreg http://www.youtube.com/watch?v=2QzftxU2Vek þær sungu lagið My Heart Goes Boom
ég mæli alveg geðveikt með þessum lögum, ég allavega geri ekki annað en að hlusta á þessi lög og Zombie með Cranberries og remix útgáfur af því :P
en núna er ég búin að skrifa alveg nóg i bili..
-Alexandra björg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.