6.5.2008 | 14:31
Strætóferð Brynju!!!
Okei ég er að tala við Brynju í síman og hún er í strætóferð frá Breiðholti upp í árbæ sem er frekar einfalt.. bara 12 að árbæjarsafninu og labba þaðan eða 12 í ártún og 18 þaðan..
nema hvað að ferðin hefst þannig að Brynja er mætt í strætó skýlið þegar það eru 5 minutur í strætó sem er bara allt gott og blessað. eeeen þá fattar Brynja að hún gleymdi Ipodinum sínum heima. Svo að hún hleypur heim, upp alla stigana og niður aftur og útí strætó skýli á 3 mínutum, það er náttúrulega afrek. Svo fer hún í 12 og hlustar bara á ipodinn sinn og allt frábært en svo kemur hún í ártún... þar vandast málin þar getur hún valið um svo marga strætóa en með sinni góðu sjón þá gengur´hún í 15 sem að auðvitað var 18 í hennar augum, svo leggur 15 af stað og Brynja með í farteskinu. og svo fer Brynja að pæla hvar í andskotanum hún sé. og ýtir á stopp takkan og stoppar í fyrsta strætóskýlinu í mosfellsbær. Og þá fær Alexandra(ég) símhringingu sem hljóðði nokkurn vegin svona. " hæ, hérna ég er í MOSÓ" þá hafði Brynja tekið 15 alla leið í moso í staðin fyrir að fara í árbæ. En auðvitað reddast málin og hún tekur 15 bara útúr þessum leiðindarbæ sem að er útá landi. En þá ákveður brynja enn og aftur að fara úr 15 í ártúni. og hún labbar í gegnum undirgöngin og aftur til baka og ætlaði að taka 18. En heppin var hún að hafa mig í eyranu því að hún hefði gengið rakleitt í 18 sem fer á Bústaðarveg ef ég hefði ekki sagt henni að fara aftur í gegnum göngin og taka 18 þar. Svo að Brynja hleypur því að það eru 3 minutur í strætó, enn hún náði honum á endanum og komst til Sædísar í Árbænum.
ég skemmti mér svo vel við það að hlusta á hana lýsa strætóferð sinni að það er ekki eðlilegt:P Og það er hægt að draga lærdóm af þessu, annahvort að venja börnin ykkar á að taka strætó og kenna þeim leiðirnar eða þá að skutla þeim útum allt. Ég held að Brynja sé lost case í að kenna henni leiðirnar en hún er svo heppin að eiga góða að sem að skutla henni hvert á land sem er :P ( er það ekki Hildigunnur?)
Annars er ég búin í 4 prófum af 5. og á bara stærðfræðina eftir, en ég fer í hana á fimmtudagin, og þá er ég búin í prófum.. jeijjjj..
skátarnir fóru í keilu í gær og það var frekar skondið svona... gekk upp og niður en engin dó. ég nenni engan vegin að fara lýsa því einhvað nánar. en ég verð að skátast frá 5 til svona 10 í kvöld eða einhvað.. drekafundur og foreldrafundur.. gaman gaman... ætla að fara leita að skátaskyrtunni og klútinum svo að ég lýti ágælega út í kvöld.. :P
-Alexandra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.