17.7.2008 | 20:34
sumarið mitt og svona..
váááá ég er ekki búin að blogga sjúklega lengi :D
ég er búin að vera vinna í útilífsskóla skáta í Árbæ í allt sumar sem er ótrúlega gaman, sérstaklega þar sem að ég er að vinna með yndislegu fólki og bestu vinum minum.. en ég er að vinna með Brynju,Sædísi,Kára,Lindu,Ásgerði og Mosa.. sem er sjúklega skemmtilegt..
ég fór á Landnema mót í Viðey 22-24 júni. (mig minnir að þetta hafi verið þessi helgi) sem var ógeðslega gaman... var bara að kúra úti svefnpoka með Lindu,Brynju og Sædísi og allskonar skemmtileg heit,, kvöldvaka þar sem að ég og Sædís gerðum skemmtiatriði.. við erum víst svo ótrúlega góðar í því..
Í gær fór ég á fótboltaleik ÍR / Haukar í Hfj.. því að Ásgerður var að keppa með IR. ég var bara einhvað ein þarna.. ásamt svakalegu stuðningliði.. og ég skildi ekki rassgat...ég fylgdist annahvort með ásgerði eða boltanum og ég sá aldrei neitt mikið að.. en æsti múgurinn fyrir bak við mig sá alveg fullt.. td. rautt spjald,, víti, horn, rangstöðu, og allskonar... svo voru 2 gamlar gellur þarna sem voru að hvetja og þær öskruðu bara áfram haukar skrið tækla þær bara.. og IR aðdáandi öskraði: hvað þarf að fótbrjóta stelpurnar svo að það sé dæmt einhvað á Hauka.. og allskonar svona.. ég skemmti mér allavega vel og Ásgerður spilaði sjúklega vel fannst mér, þannig að mér fannst það þess virði að hafa farið ein..og ég lifði af með þetta fólk þarna bak við mig.. og svo fórum við og fengum okkur ís og ásgerður skutlaði mér heim..
Þó er gaman að geta að ég þekkti víst bara fullt af fólki sem var að spila ekki bara Ásgerði.. því að ég sá Hönnu sem ég var að vinna með á subway í fyrra og ég sá Katrinu Hraunbúa en hún er að spila með Haukum.. og svo sá ég líka kötu sem ég þekkti frá Kjalarnesinu.. en hún þekkti mig ekki :P
en núna er ég að passa... svo þegar ég er búin að því þá fer ég í Hfj í útilegu sem að útilífsskólin er í.. ég var áðan í henni en fór aftur i moso til að passa.. sem er ágætt:P ég er reyndar sjúklega svöng.. því að borðaði seinast eina melónu kl hálf 3 eða einhvað og klukkan er hálf 9.. það er ekki gaman.. en mig hlakkar til að fara aftur i útileguna:D
þetta er komið gott núna..
blogga bráðum aftur..
-Alexandra
Athugasemdir
Hæ sæta
Þú ert sem sagt enn á lífi;) Sagði þér að útilífsskólinn yrði cool! Bið að heilsa Brynju og Sædísi og co... góða skemmtun á landsmótinu og verið duglegar að taka myndir til að setja inná árbúasíðuna svo ég geti skoðað:)
Sakna ykkar... Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.