hamingja?

 

hæhæ.. núna er ég bara að horfa á Jay Leno.. hann er að tala við Hugh Jackman:D  en ég veit ekki afhverju en ég fór að pæla hvað ég væri heppin.. núna er kreppa.. fullt af fólki búið að missa helling af pening.. og alskonar mótmæli í gangi og bara helling að gerast slæmt í heiminum.. og ekki má gleyma þriðja heims löndunum. þar fá börn ekki að borða, eða þurfa að labba langar vegalengdir til að fá vatn og allskonar.. og ég fór að hugsa og sá hvað ég er heppin..

Ég er heilbrigð 16 ára hress stelpa,ég á stóra fjölskyldu.. mömmu og pabba sem eru bæði heilbrigð og með góðar vinnur, ég á 3 systur sem að ég elska að sjálfsögðu þó að það meigi oft deila um ást okkar:P þær eru allar heilbrigðar og eru í námi og vinnu. Ég stunda frábært áhugamál skátarnir.. ég á bestu vini í heimi, sem fíflast með mér þegar við erum í þannig stuði, og eru alvarlegir þegar ég þarfnast þess, hjálpa mér þegar ég þarf hjálp og eru bara alltaf til staðar fyrir mig..  ég passa yndislega krakka sem að mér finnst alveg æðislegir. Ég á svo mikið og ég er svo ótrúlega ánægð, ég er í einhverju rosalega tilfinningastuði. . ég fann gamlan gullmola af mér og Ester sem að ég ætla að setja hérna, þetta er svo æðislegur gullmoli:D

- ester: I´m up high
-ég: ha ertu kaka?
-ester: ha? (springur úr hlátri)
-ég: sagðiru ekki: I´m a pie?

svo er alveg helling meira fyndið sem að ég hef sagt, eða gert:P en ég man ekkert núna,, þannig að endilega látið mig vita hvað ég hef gert:P

En já, ég er ótrúlega hamingjusöm þó að það vanti kannski 1 í lífið mitt.

ég ætla að setja inn nokkrar myndir bara svona til að sýna


þessi mynd er tekin á úlfljótsvatni!


uhh myndin er á hvolfi, en samt sætastar.. Brynja og Sædís!


ég og Ester sætasta.. ég er búin að þekkja ester frá fæðingardeild:*


Bellatrix 2007 :D

já ég ætla að segja þetta gott núna :D

-Alexandra Björg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það hljómar eins og þú sért alveg ROSALEGA heppin !! fannst alveg eins og væri verið að lýsa mér þarna einhvers staðr ( humm hvar ætli það sé ? :O )

en já nú ætla ég að verða duglegri að skoða hjá þér bloggin !! ;D :**

Sædís (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:32

2 identicon

Lífið er nefnilega bara eins gott og maður vill að það sé :D
Þess vegna á maður ekki að einblýna á það sem vantar heldur það sem maður hefur :D

haha, rosalega var þetta heimspekilegt eitthvað :)

Linda (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:34

3 identicon

hjá þér eða mér...
mér fannst þitt comment heimspekilegt.. heh

Alexandra (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:57

4 identicon

Meinti commentið mitt sko! Þetta er speki sem maður lærir þegar maður eldist..hahaha!! :D

Linda (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband