13.1.2009 | 23:22
Ég skrifaði þetta á mánudagin en gat ekki fært hingað inn fyrr en í dag.. þannig að allt er skrifað eins og á mánudegi :P
Í dag fór ég til tannsa.. er komin með nýjan tannlækni og þetta var annað skiptið mitt hjá kvennsunni.. hún er alveg hreint út sagt frábært tannlæknir, vegna þess að sko hún er færeysk og hún hummar alltaf þegar hún er að fikta í tönnunum á mér, það er geeeeðveikt róandi.. hahaha
en í dag þá fór ég til að láta gera við eina tönn og ekkert mál ég er ekkert hrædd við tannlækna eins og margir, nema hvað að hún ákvað að deyfa mig og ég hef aldrei verið deyfð.. en ég er ekki hrædd við sprautur þannig að ég sagði bara okei.. svo sagði hún : þú finnur first bara svona smá sting og ég bara sagði okei, svo finn ég þennan sting.. allt í lagi með það, ég er náttúrulegaa svo sterk gella. Eeeeeeeeen þá sagði hún : jæja þetta gekk vel, núna ætla ég bara að koma henni á réttan stað.. MIG LANGAÐI TIL AÐ GRÁTA. Það var svo ógeðslega ógeðslega ógeðslega sárt að mig langaði til að fara að grenja og hnipra mig saman í fósturstellingu. En að sjálfsögðu harkaði ég það af mér og þá sagði hún : úpps fyrirgefðu, en núna finnuru smá þrýsting, okei ekkert mál, kom smá þrýstingur svo fór hún að gera einhvað annað á meðan deyfingin var að kikka inn
og ég sver það half tungan á mér var dofin og hálft andlitið, meira að segja eyrað á mér var dofið það var gg fyndin tilfinning :P
en já áfram með tannlæknasöguna. Svo setti hún svona járnstykki ofan á tönnina og svona dæmi einhvað og svona lítin gúmmi dúk, eins og svona skurðlæknar setja yfir þar sem þeir eru að fara skera.. og þar að leiðandi gat ég ekki lokað munninum, þannig að ég var með hann opin í rúmlega klukkustund, do not try that at home. En já hún gerði semsagt við þessa tönn mina.. og núna er ég að halda upp á það með því að horfa á Golden globe 2009, og að klára seinustu snickers jólakökurnar og hella þeim niður með kókglasi :P
og mér er svo illt í tönninni núna þegar deyfingin er farin..
En já þetta var tannlæknasagan mín :P
Annars er skólin byrjaður á fullu, gengur alveg vel,, er samt smá ósátt. Eða mér finnst námstækni 113 hundleiðinlegir tímar, gæti drepið mig frekar en að hanga þarna, svo er ég komin með nýjan ensku kennara,, ég ætti kannski að gefa grey kallinum séns en ég var bara of sátt með seinasta kennara þannig að ég er ekki að fíla þennan gamla kall sem að talar fáránlega ensku og er skrítin :P jæja vonandi er ég bara í 1 önn hjá honum. Svo langar mig að hafa sama íþóttakennara og seinast en fékk einhverja aðra gellu sem er strangari :S
annars er ég bara sátt sko, ég er enþá Einstein í UTN 202, Dönsku 293, stærðfræði 293. og svo er ég komin í leiklist.. er alveg rosa sátt, er með ester minni í þeim tímum, svaka gaman :D
Katrín systir er komin með einkyrningssótt og verður að hanga heima í rúman mánuð og pabbi veiktist líka, reyndar af öðru en hann þarf líka að vera heima í mánuð. Svo að mamma splæsti á stöð2, bíó, og allskonar annað dæmi sem fylgjir :D
Ég var voða dogleg og setti í 2 þvottavélar í dag, stefni svo á aðrar 2 á morgun, já herbergið mitt er á hvolfi og ég er að reyna að taka til :P
Annars er þetta bara gott í bili, reyni að skrifa bráðum aftur :D
-Alexandra alvitra!
Athugasemdir
váá alexandra átt ekki að éta kökur þegar þú ert ný búin hjá tannlækni :P en annars geðveikt flott blogg sé þig á mrg;***
Guffa (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 00:07
haha greyið mitt haha alltaf jafn gaman að lesa frá þér,, gat alveg ýmindað mér þig vera að segja mér þetta með miklum tilþrifum
en annars ertu rosadugleg loksins búið að neyða þig að taka til í herberginu,,
hehehe,,Jú nov hú
pettið hennar Alexu,, :P (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.