Fyrir Sædísi..

.. eina aðdáenda mínum.

Hvað hef ég gert svona undanfarið? tjaa, ég hef verið á hestbaki :P Hljómurinn(21 vetra) stendur alltaf undir sínu, og gefur Golíat(6 vetra) ekkert eftir. Ég og Brynja fórum Rauðavatnshringin í dag, og var rosalega gaman, þar sem ég kom klárnum á almennilegt brokk og hreint tölt, fórum svo aðeins á stökk, annars vorum við bara að feta, en ekki að þið hafið mikin áhuga á gangtegundum sem ég fór á í dag :P

ég er farin að drekka gríðarlegt magn af vatni, hætt í gosinu :D er voðalega ánægð yfir þeirri ákvörðun :D

svo eru skóhlífadagar í þessari viku, en ég verð bara að skreyta fyrir glæsiballið því að ég er í nýnemaráðinu. Og í sambandi við Glæsiballið þá er ég í vondum málum :S ég á engan kjól fyrir það, og fór að skoða kjóla og fann engan sem mér fannst flottur, það er ekki gaman, en ég mæti þá bara í einhverjum lörfum :S ég á þó fallega skó. Og Magnús og Einar ætla á ballið svo ég verð ekki ein :P

ég fékk voða skemmtilegt sms frá ja.is í dag og ég vissi fyrst ekkert hver það var, því að smsið var einhvað í þessa átt: sorry að ég svara seint en ég er að fara á æfingu og kemst ekki í kvöld.
ég var ekkert að fatta fyrr en ég fékk næsta, sem var einhvað um meistaraæfingu, þá kveikti ég á perunni og fattaði að þarna var Sædís á ferð, og stuttu eftir það fékk ég sms um hvað Sædís elskaði mig afar heitt :D

annars hef ég rosalega fátt að segja

þannig að ég vona að þetta hafi látið þig HUH Sædís mín og ég ostasamloka þig líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég fór að hlæja bara strax af fyrstu setningunni xD

en já , mér vantar líka kjól svo við stöndum bara saman í þeim vanda xD

akkurat núna ert þú læst fyrir utan að berja á hurðina á meðan ég kommenta ,, xD :D

hahah þú ert svo fyndin,, allavega færðu mig alltaf til að hljæja,, :D

kveðja your #1 fan :D

Sædís (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband