9.2.2009 | 20:57
Fyrir Sædísi..
.. eina aðdáenda mínum.
Hvað hef ég gert svona undanfarið? tjaa, ég hef verið á hestbaki :P Hljómurinn(21 vetra) stendur alltaf undir sínu, og gefur Golíat(6 vetra) ekkert eftir. Ég og Brynja fórum Rauðavatnshringin í dag, og var rosalega gaman, þar sem ég kom klárnum á almennilegt brokk og hreint tölt, fórum svo aðeins á stökk, annars vorum við bara að feta, en ekki að þið hafið mikin áhuga á gangtegundum sem ég fór á í dag :P
ég er farin að drekka gríðarlegt magn af vatni, hætt í gosinu :D er voðalega ánægð yfir þeirri ákvörðun :D
svo eru skóhlífadagar í þessari viku, en ég verð bara að skreyta fyrir glæsiballið því að ég er í nýnemaráðinu. Og í sambandi við Glæsiballið þá er ég í vondum málum :S ég á engan kjól fyrir það, og fór að skoða kjóla og fann engan sem mér fannst flottur, það er ekki gaman, en ég mæti þá bara í einhverjum lörfum :S ég á þó fallega skó. Og Magnús og Einar ætla á ballið svo ég verð ekki ein :P
ég fékk voða skemmtilegt sms frá ja.is í dag og ég vissi fyrst ekkert hver það var, því að smsið var einhvað í þessa átt: sorry að ég svara seint en ég er að fara á æfingu og kemst ekki í kvöld.
ég var ekkert að fatta fyrr en ég fékk næsta, sem var einhvað um meistaraæfingu, þá kveikti ég á perunni og fattaði að þarna var Sædís á ferð, og stuttu eftir það fékk ég sms um hvað Sædís elskaði mig afar heitt :D
annars hef ég rosalega fátt að segja
þannig að ég vona að þetta hafi látið þig HUH Sædís mín og ég ostasamloka þig líka.
Athugasemdir
Já ég fór að hlæja bara strax af fyrstu setningunni xD
en já , mér vantar líka kjól svo við stöndum bara saman í þeim vanda xD
akkurat núna ert þú læst fyrir utan að berja á hurðina á meðan ég kommenta ,, xD :D
hahah þú ert svo fyndin,, allavega færðu mig alltaf til að hljæja,, :D
kveðja your #1 fan :D
Sædís (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.