Gömul "skóla" gribba.

Það er kannski komin tími á eina bloggfærslu..

hmm hvað er í gangi hjá mér núna? jújú eins og alltaf þá er skólin, sem að gengur svona ágætlega.. er í tarnaprófum og tók íslensku og dönsku í dag, það gekk bara alveg ágætlega, átti í smá vanda með ritunina í dönskunni, en ég vona að ég nái:P svo er enska og stærðfræði á morgun. Vona að ég nái :P

en annars er ég bara alltaf á hestbaki, fer daglega uppi hesthús og moka og geri tilbúna morgungjöf og kembi og klappa og fer svo í reiðtúr, fer yfirleitt með Brynju eða ömmu.
En ég og Brynja fórum um dagin(í gær) Rauðhólahringin, sem er alveg ágætur hringur, nema hvað að við erum að fara upp brekku á svona hæglegu stökki þegar Golíat tekur sig til og hendir Brynju af baki, en hún náði að fara úr öðru ístaðinu þannig að hún meiddi sig ekkert mikið, svo þegar við erum að verða komnar heim í hús þá erum við á þessu sama hæga stökki þegar Golíat allt í einu sveifir sig útaf veiginum og tekur einhvern hring í mölinni og þá er ég komin fyrir framan og þegar Hljómur fattaði að hann var á undan Golíat þá fer hann á harða stökk, og Golíat kemur alveg í hendiköstum(segir maður það ekki?) á eftir okkur, en Hljómur hleypti honum ekki á undan sér og var svo ýkt montin með þig að hafa unnið Golíat, og Golli var ekkert svakalega sáttur. Að hafa tapað fyrir ellismellnum sjálfum sem stendur þó alltaf fyrir sínu:D en ég fór ekkert á bak í dag því ég lánaði kærustu frænda míns Hljóm. Og ég fer eflaust bara ein á morgun, sem er ekki gaman, því þá hef ég engan til að tala við, og Hljómur verður svo latur og mér verður svo illt í fótunum. En nóg um hesta.

Í dag þá sat ég og var að tala við skólafélaga mína þegar gamla gribban hún íris stekkur þarna fyrir framan mig, bendir á mig með þráðbeinum puttanum, starir á mig og segir svo  ,,ÞÚ ERT BARA SJÁLF DÓMHÖRÐ" og ég vissi ekki hvað hún átti við grey kellingin, :D en svo fer hún að útskýra fyrir mér að henni hafi verið bent á bloggið mitt og hún las þá einhverja færslu sem ég skrifaði eftir munnlegt próf í ensku, og ég hafði verið svona stressuð og allir voru að segja mér að ef ég hikaði þá mundi ég falla,hún væri svo dómhörð. :P En svona er það stundum, hehe,
(Elsku Íris, ef þú ert að lesa, þá ertu ekki gömul gribba né kelling. :) )

en annars fór ég á Söngvakeppni Borgó í kvöld, sem var allt í lagi. Góð skemmtun, svo er ég að fara í afmæli til Brynju beibi á morgun. Vonandi verður það bara stuð. :D

enn þangað til næst

-alexandraalvitra sem er víst dómhörð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ég krossa fingur um að þú náir ,:D

en já vá greyið Brynja að detta af baki,, ( ég hugsa til þin og vona að þú sért ekkert meidd brynja,,)

en já vandræðalegt að hún hafi séð bloggið þitt,, :Þ haha ég hlæ yfir tilhugsunni hvernig þú hafir verið í framan,, :P:)

Sædís (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:16

2 identicon

Takk fyrir það...
Þú þarft bara að muna að viðra puttana vel fyrir prófin, þá gengur allt vel...og já, ekki hlusta á hina í bekknum, því þú stendur þig rosalega vel.

Íris Rut (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 19:22

3 identicon

:P takk takk, og ég skal muna að viðra puttana mína vel fyrir próf. ..

Alexandra (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband