einkunn, vinna, egs, hestur = þetta er það sem kemur framm í þessu bloggi

 

 Þetta fékk ég útúr miðannarmatinu.

Íslenska=9
Stærðfræði=8
Enska=8
Danska=9
Meðaleinkunn=8,5

frekar gott finnst mér :P allavega hæsta einkunnaspjald sem ég hef fengið:)

en hvað er að frétta af mér.. hmm ég er byrjuð að vinna í Bónus í Mosfellsbæ, vinn aðra hverja helgi, var að vinna í gær en samt ekki í dag :P þetta er alveg ágæt vinna, frekar einhæf, en ég fæ peninga, ég er semsagt kassadama:P

svo gengur bara rosalega vel með Hljóm... ætla samt að reyna að kaupa mér sjálf svona 4-5 vetra hest þegar ég verð 18 ára, og temja hann sjálf. Samt náttúrulega með hjálp:P

Ég fór með Tótu, Brynju og Sædísi um dagin í reiðtúr, eða við hittumst uppi Heimsenda og fengum okkur að borða, svo riðum við smá spöl saman, og ég og Brynja fórum hringin um elliðavatn en stelpurnar sneru við til að fara aftur heim í Gust, því að Tóta er með hesta í Gust en ég og Brynja í Víðidal, og Sædís fór með Tótu því hún var á hest hjá henni. En það var ótrúlega gaman, og við verðum að gera þetta aftur bráðlega. :D

Sædís á afmæli á morgun verður 16 ára skvísan :D ég er einmitt að fara til hennar á eftir í fjölskylduafmæli.. og ég spurði hana hvort það mundi ekki vera vandræðalegt fyrir mig að vera með ömmu hennar og afa og frænkum og frændum, og hún svaraði mér þá bara.. ,, nei þau eiga eftir að elska þig, fjölskyldan mín elskar þig" . svo þar hafi þið það, fjölskyldan hennar Sædísar elskar mig, og það gera nú fleiri fjöldskyldur.. svosem fjölskyldan hennar Brynju, þau elska mig og ég elska þau líka. ég er nefnilega sko mánudagsdóttir þeirra. Það var hefð í einhverja mánuði að ég borðaði alltaf kvöldmat á mánudögum hjá þeim og svo fórum við Brynja á skátafund saman. En núna er Brynja alltaf í lúðrasveitinni á mánudögum þannig að ég kem aldrei á mánudögum, en ég er samt alltaf mánudagsdóttir þeirra. :P

ég er með ótrúlega mikið kvef, alveg bullandi kvef, og það er ekki gott. Svo þegar nefið á mér stiflast þá fæ ég ótrúlega mikin hausverk, þannig að annahvort er ég með stíflað nef og ótrúlega mikin hausverk eða ótrúlega mikið nefrennsli og er alltaf með bréfsnifsi í hönd. Hvorugt er gaman.

Það er ógeðslegt veður úti. Annahvort er rigning, eða rok eða haglél eða snjókoma, svo sé ég stundum í sólina, íslensk veðurátta er hrikaleg.

Rut og Valdís eru í reykjavík, en ég er samt ekkert búin að hitta þær, en Rut ætlar að kíkja á mig í kvöld. og mig hlakkar ekkert smá til :D það er svo langt síðan ég hitti hana :D Svo vona ég að ég nái einhvað í Valdísi, en símin hennar er dauður þannig að það verður eflaust ekkert úr því. Svo ætla ég líka að kíkja einhvað á egs í sumar.. það er svo langt síðan ég var hjá Valdísi yfir sumar. alltof langt.

svo var ég að fá nýjan síma Nokia 3520 Xpressmusic held ég að hann heiti. Rosalega fínn sími:D
eina slæma við hann er að öll símaskráin mín datt út, þannig að ef ég hringi ekki ógeðslega lengi í þig þá er það eflaust því ég er ekki með númerið þitt.

En ég ætla að segja þetta gott í dag, reyni svo að skrifa með minna millibili.

Læt hérna fylgja með eina mynd af hestakonunni og Hljóm.

og svo ein í viðbót

og svo ein í viðbót


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar einkunnir hjá þér og flottar myndir.

Magnús Viggó (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 16:02

2 identicon

vá öfundsýkin á fullu,,  ekkert smá góðar einkunir, !

en já skemmtilegur reiðtúr ,, ég var bara nokkuð góð, datt aldrei af baki,, :P

svo verðum við að fara einhvern tíman aftur,, kannski í páskafríinu !

kv. Sædis

Sædís (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband