Helgin mín

ég var búin að skrifa svakalega færslu, en hún eyddist.. andskotinn...

okei.. taka 2.

ég hitti ísfólksstelpurnar um dagin, rosalega gaman, við hittumst heima hjá Dóru, svakalega kósý heimilini, átum kökur og osta og pulsu, með kexi, drukkum gos, aðalega kók. Svo töluðum við og töluðum. og Dóra spáði í spil fyrir okkur, rosalega skemmtilegt. ég tók engar myndir en það voru myndavélar á staðnum, ég kannski skelli inn myndum þegar ég get stolið þeim af hinum stelpunum.

Helgin:

Föstudagur.
Vakna
skóli
hesthús
heim
sturta
pakka
fara uppí skátamiðstöð
vera á Skátaþingi
Vera sótt af Bjarna,
vera skutlað uppi lækjabotna þar sem félagsútilega Árbúa var.
fór að sofa með Sædísi í fanginu, eins og vanalega þegar við gistum í sama rúmi.

Laugardagur.
Vakna við að Linda er að pota í andlitið á mér
skríð til Brynju og kúri með henni og Tótu í smá stund
Klæði mig og fer niður og fæ morgunmat.
Súrmjólk og brauð með osti og skinku
Klæði mig í hlý útiföt og gönguskó
sé um póst í póstaleik með Ásgerði
mjög skemmtilegur póstur
fór inn að spila Sett og Jungle speed með krökkunum
fékk kakósúpu og eggjabrauð með kavíar í hádegismat
pabbi sótti mig
fór í Lífland að kaupa spæni og spónaköggla undir fallega klárinn minn
fór uppi hesthús að kemba gullinu
fór heim í sturtu
fór að passa
bakaði pizzu handa krökkunum
fór í sápukúlu stríð við Davíð(sem ég er að passa)
horfði á gettu betur
svæfði
reyndi að fara í tölvuna, netið datt út, hætti í tölvunni
horfði á leiðinlega mynd
las í einhverri bók
lokaði augunum
vaknaði
fór heim kl hálf 1-1
fór að sofa aftur

Sunnudagur.
vaknaði kl 11
fór til ma og pa
horfði með þeim á sjónvarpið
ristaði brauð handa þeim
ristaði brauð handa mér
horfði á P.S á bíórásinni og borðai brauðið
klæddi mig
fór uppi hesthús kl 14
fór með ömmu í reiðtúr, rosa gaman.
amma skutlaði mér heim kl 17.30
fór í sturtu
fór í tölvuna
fékk að borða
fór í tölvuna, og hér er ég.

þetta var helgin mín í hnotuskurn

þangað til næst

-alexandra alvitra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, þetta hefur verið rosalega bissí helgi hjá þér o.O Og takk fyrir partýið, þið voruð alveg rosalega skemmtilegar allar saman ^^

Dóra B. Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:10

2 identicon

Hahaha, vaknaði við það að Linda var að pota í andlitið á mér :D

Linda (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband