5.4.2009 | 22:23
Búningadrama og matur :D
Páskafríið er loksins byrjað :D:D
jebbs ég fór í páskafrí á föstudaginn var.
en helgin mín er búin að vera alveg ágæt :D á laugardagin fór ég með Brynju í reiðtúr, fór svo heim og Elva og Óðin litli sóttu mig, svo kíktum við aðeins á laugarvegin, fórum svo í vesturbæinn og keyptum líter af gamla ísnum góða. :D:D svo fór ég heim til Elvu og hún steikti þessa góðu hamborgara sem voru geeeeeeeeeðveikt góðir, algjör kokkur hún Elva *NOT*. Svo ætluðum við að horfa á North and South sem eru 4 þættir sem eru í 45 mínutur hver af búningadrama. :) nema hvað að ef þú reiknar 4*45 þá færðu út 180 minutur, sem eru samsvarandi 3 klukkustundum, Þannig að við tekur 3 stunda kvikmyndaáhorf, nema hvað að við töluðum svo mikið að við vorum í 5 tíma að horfa á 3 tíma efni, geri aðrir betur segi ég nú bara :P og það sem við borðuðum, jemundur á jólaskónum, við fengum okkur að sjálfsögðu ísinn góða, og Litlu syndina ljúfu sem er mjög góð kaka, svo popp poka og saltstangir, og þrista. Svo þegar klukkan var að ganga hálf 3 þá fórum við að sofa, og sófin hennar Elvu fær alveg 10 í þæginleika :Ð
hérna er svo fanvideo sem Elva gerði um North and South.
Svo vakna ég og finn svaka matarlykt og dríf mig á lappir, svo þegar ég kem inni eldhús, haldiði ekki að frú elva sé ekki bara búin að elda Brunch kl 9.. þannig að viðtekur svakalegt át af rosalega góðum mat, svo þegar Óðin litli fær sér fegurðarblund þá horfum við á Northanger abbey, sem er jú líka svona búningadrama mynd:P Elva var að reyna að heilaþvo mig og henni tókst nú alveg ágætlega til:P en svo skutlaði hún mér uppi hesthús og Ágúst Þengill hinn strákurinn hennar fékk að fara á bak á Hljóm og var rosalega duglegur að hjálpa til í hesthúsinu :P Fór svo bara í reiðtúr og heim.
En svo er ég bara búin að vera hanga heima síðan :P reyndar tók ég aðeins til í herberginu mínu, skellti í 2 þvottavélar og þurrkaði af hillunni minni, samt er eins og það hafi verið hvirfilbylur inni herberginu mínu.
þangað til næst..
-marco-andra alvitra
Athugasemdir
Já þetta var ansi ljúf helgi og þú ert frábær húsgestur og matar/ágláps félagi ;)
Fattaði ekki að stinga Gústlingnum í bað fyrr en rétt fyrir svefninn þegar ég fann þessa líka yndislegu hestalykt af honum.
Honum fannst þetta geðveikt gaman !
Bara hlakka til að fá þig aftur í heimsókn !
Elva (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:54
Ætlaði að kommenta á hvað puttarnir þínir eru frábært bloggefni...
hef aldrei áður heyrt um fólk sem verður stressað í puttunum ! hahahaha
Elva (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 00:01
hahah, já ég verð að koma bráðum aftur:P við eigum svolítið margar myndir eftir að glápa á..
Gústi stóð sig eins og hetja haha,, og duglegur að sópa..
en já ég hef þann eiginleika að verða stressuð í puttunum, og það hefur líka verið gert frekar mikið grín af því hahah..
Alexandra (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.