Eurovision 2009

 

Jæja hvað er uppáhaldið mitt?
jú það er Eurovision.. ég er aðeins of mikið frík sko.

hehe.. allavega þriðjudagin var. var ég i Hafnarfirði og horfði á Eurovision með Elvu og Atla.
Sem var gaman, ég held með Svíþjóð... elska þetta lag.. ég meina hvernig er annað hægt:D
Ópera og svona í þessu... Malena Ernman er einhver besta messó sópranó söngkona Svía.. og hún skilar þessu bara mjög vel :D

Svo eru finnar líka með nokkuð gott lag.. mér allavega finnst það skemmtilegt..

En Íslendingar vinna samt :P hehe eða ég vona það.. ég vona að við verðum allavega í topp 10..
ég held að fólk sé aðeins of bjartsýnt um topp 5.. ég meina við höfum aldrei átt mörg nágrannalönd.. og ísland er gjörsamlega á hausnum.. með alla Icesave reikninga og blablabla.. ekki veit ég mikið um þessa kreppu en samt.. Topp 10 og þá verð ég mjöööög ánægð.

Svo er Noregur líka frekar sigurstranglegt land... en ég skil samt ekki hvaða svaka hrifningu allir hafa á þessum strák.. með ótrúlega kjánalegt bros eins og barnsrass í framan með fiðluna sína og svo eru alltaf hárin á fiðluspjótinu(hvað sem þetta heitir) alltaf slitnir.

Ég hata danska lagið.. bara útaf þessi Brinck vann Heru Björk.. sem var með mikið betra lag..

sko Hera er mikið betri.. :P

 en já.. svo er aðal keppnin núna á laugardaginn.. og hún meira að segja rétt eftir 4 held ég :P
þá eru fullt af eldri eurovision lögum og svo byrjar keppnin kl 7 :D:D
vá hvað það verður mikill sófa dagur hjá mér..
verð að vakna snemma og fara uppí hesthús og svo kl 4 tekur sófin og eurovision við :P

en ég hef ekki meira að segja..

-alvitra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband