12.6.2009 | 22:18
Get, ætla og skal...
jæja núna er svolítið langt síðan síðast
en það sem er að frétta af mér er að Hljómur er orðin spattaður og þar með dottin úr umferð:/ og hann er ábyggilega mest dekraðasti hestur í heimi, honum er bara kembt og gefið nammi, enda er hann orðin algjör bolla núna, ætla samt að skella mér bara berbakt á hann á morgun og feta smá, svo að ég meiði hann ekki, en leyfa honum aðeins að finna fyrir knapa aftur.
Svo er Tjaldur litli bara komin inná dal að jafna sig eftir að klippt var undan honum.. þannig að hann er í góðu yfirlæti að éta gras.
Svo er lítil prinsessa komin til mín líka :D en það er rauðblesótt 16 vetra meri sem heitir Dáð.
Hún er nú þegar búin að henda mér af sér 2.. í sama reiðtúrnum en ég harkaði það bara af mér og státa af miklum marbletti á handleggnum. en ég fór á hana í gær og það gekk ágætlega, og fór í dag og það gekk betur en í gær, þannig að þetta kemur með kaldavatninu.. svo ætla ég ein á morgun og píska hana vel áfram.. og reyna að fá hana til að slaaaaaaaaaka á... :P
Þessi gæða gripur kann að prjóna eftir pöntun og ríður þangað sem þú stýrir henni ;), sem sagt yfir fjöll og firnindi, og tré og trégreinar og trjádrumba(lenti í því um dagin)..
en ég hef engar áhyggjur þetta mun verða mitt reiðhross, sama hvað gerist.. þá er allt hægt ef viljin er fyrir hendi ! og svo ætla ég að nota eitt gott mottó sem ég lærði í grunnskóla en það er GÆS.. GET, ÆTLA OG SKAL...
en þetta er nóg í bili..
skelli inn myndum af stóðinu mínu bráðum :D
-alvitra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.