Milla frá Klettholti :D

JÆJA.. það má segja að bloggið hefur verið í sumarfríi, en nú er skólin að byrja, þannig að sumarið hlýtur að vera klárast, því miður, en það sést nú greinilega á veðrinu, þar sem að það er ekki sól og heiðskírt enþá, meira svona þung rigningarský og leiðindar rok.

Þjálfunin á Emil gengur ágætlega, en hann tók uppá því að vilja ekkert hlaupa fallega, meira svona hoppa og skoppa og þefa af öllu. Og sýningin er um helgina :/ þannig að hann fær auka æfingu á morgun og svo reynum við okkar besta.

Ég ákvað að fara að prufa hest á Stokkseyri, og með mér í lið Lísu skvísu úr heshúsinu. Og við skellum okkur 16 ágúst. og okkur leist svona svakalega vel á hana að við hefðum bara viljað leggja út fyrir henni á staðnum og fara með hana heim :)
En svo þegar ég kem heim og segi foreldrum mínum frá ævintýri dagsins þá sýnast þau bara als ekkert alltof áhugasöm..  (gæti verið því ég hef bara talað um hesta í sumar) . En svo 17 ágúst fæ ég sms um að fleiri eru áhugasamir um merina. Þannig að mamma hringir í pabba og pabbi segir að við ætlum bara að kaupa hana, og mamma hringir í konuna og segir að við komum og sækjum hana á eftir. Og konan segir okei, svo komum við og ég fæ að prófa hana aftur, gekk mjög vel og fór í smá reiðtúr með bóndanum. Sem gekk vel þannig að við tökum hana með okkur í bæin, og keyrum hana uppi kjós og setjum hana í hagan hjá hinum hestunum.

Svo kíki ég 19 ágúst með ömmu á hana og við gefum hestunum brauð en náðum ekki að klappa henni þar sem að hún er rosalega stygg í girðingu. En við látum gott heita og eldum pulsur og étum.
Svo ákveðum við Lísa að fara í reiðtúr í dag, prófa gripin aftur, en hvað haldiði, við eyddum ábyggilega svona hálftíma ef ekki meira að reyna að króa hana af, klappa henni og gefa henni brauð, náðum henni næstum því 2 en allt kemur fyrir ekki. Þannig að við gáfumst upp eftir mjög heiðarlega tilraun.

Þannig að núna á ég 2 hesta, Tjaldið og Milluna :D


Milla frá Klettholti og ég :)

 Svo er skólin að byrja, ég er á félagsfræði braut. Ég fékk bara 16 einingar sem mér finnst eingan vegin nóg ef ég ætla að útskrifast á þessu ár þúsindi þannig að ég fór í töflubreytingar og bað um að fá ensku 303 líka, þá verð ég í 19 einingum og ætla að reyna að fá mætingareiningnuna. Þá mundi ég fá 20 einingar.. sem væri awesome :D

-alexandra alvitra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert svo mikil hestamanneskja ! :D

æj þú ert æði, en ég sé þig í skólanum á mánudaginn Alexandra mín ;*

Lena (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 23:28

2 identicon

hæbb, jamm það gengur bara betur næst hjá okkur ;) það var samt fínt að komast svona vel að merinni og ná amk að klappa henni og hanga á hálsinum á henni þarna einu sinni hehe ;)

Lísa (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 08:13

3 identicon

Lena: ég veit ég er æði :') luv luv, sjáumst hress í skólanum á RÉTTUM tíma :D

Lísa: já við komumst svo bara alltaf lengra og lengra :)

Alexandra (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband