31.12.2009 | 21:19
Síðasta færsla ársins
jææja, þá ætla ég að reyna að koma með örlítið yfirlit yfir árið, ég ætla þó ekki að hafa það gríðarlega nákvæmt, stikla bara á stóru hérna :D
Janúar : langþráður draumur hófst og ég fékk HEST. En hún amma mín lánaða mér hann Hljóm.
Febrúar: Febrúar kláraðist nú bara eins og Janúar og ég gerði ekki annað en að fara uppí hesthús og vera dugleg í skólanum.
Mars: Í mars áttu 4 fjölskyldumeðlimir afmæli, og var haldið upp á það eins og vanalega. Skólin og hesthúsið áttu þó allan hug minn eins og undanfarna mánuði.
Apríl: Það gerðist ekkert merkilegt í apríl :)Nema að við Brynja skruppum í reiðtúr saman, og lékum okkur einhvað berbakt :P
Ég og Hljómsi kallin
Gamli gráni, og ég og Hljómsi
Maí: í maí tókum við amma eftir að Hljómur var farin að veigra sér að nota hægri framfótin, og ákváðum við að fara með hann til dýralæknis -sins Helga. Þetta var mín fyrsta heimsókn til Dýralæknis og ekki var hún nú góð. Því að Helgi dæmdi Hljómin minn til dauða. Hann sagði að prinsin væri alltof spattaður ( Spatt er eins og hellti hjá mannfólki) og við amma ákváðum að gefa honum sitt síðasta sumar í sveitinni.
Júní: Ég fékk lánaðan hest frá hesthúsinu við hliðiná. sem að henti mér svo bara af sér, þannig að eftir einhverja viku þá skilaði ég honum. Ég varð að fá nýjan hest, og þá fékk ég hana Dáð til prufu, það svínvirkaði allt hjá okkur þangað til að hún henti mér tví veigis af baki og prjónaði með mig. Ég tók hana þó uppí bústað og ætlaði að láta hana virka.
skjóni gamli :P 10 vetra gæðingur
Júlí: Hestarnir voru uppi sumarbústað að éta gras, og við ferðuðumst, ég og Jonni byrjuðum saman.
Ágúst: Ég, Pabbi og Mamma keyrðum í kringum landið og stoppuðum í nokkra daga hjá vinfólki okkar í skriðdalnum.Og undur og stórmerki gerðust. Fyrr á árinu sagði pabbi við mig að ég mætti auglýsa eftir hesti, ef einhver vildi skipta við mig á 2 100 króka veiðilínum, og fékk ég e-mail frá manni sem vildi skipta við mig á linunum og vetur gömlum brúnskjóttum hesti. Við slógum til og Tjaldur frá Laxárnesi var fyrsti keypti hesturinn. Kormákur sonur Jonna fæddist. Og við keyptum annan hest Milla frá Klettholt. 13 vetra meri sem átti að verða reiðhesturinn minn. Tjaldur sem folald.
Tjaldur litli prins komin í sveitasæluna.
í heilum dal, gat ég labbað uppað 1 vetra ótömdum fola og klappað honum, þvílíkt gæðablóð sem ég á.
September: Ég gafst upp á Dáð, og við Jonni fengum okkur litla skvísu, Siberian Husky skvísuna Spörtu. Hún er yndisleg í alla staði.
Október: Við Jonni hættum saman og ég fékk Spörtu.
Nóvember:Það var lítið að gerast í Nóvember, ég lifði bara lífinu, fór í skólan og hugsaði um Spörtu mína.
Desember: Hestarnir voru teknir inná hús, og eftir sem leið á Desember var tekin sú ákvörðun að Milla mundi verða seld. Ég ætla að taka bílpróf fyrir peninginn sem fæst fyrir hana, og fæ eflaust lánaðan reiðhest frá vini frænda míns.
Svo endaði ég árið með frábærum degi, ég og Sparta fórum að hitta fleiri husky hunda og eigendur þeirra. Hittumst í hádeginu á Reykjavíkurtjörn, og ullum mikilli gleði viðstaddra, vorum umtöluð af hlaupurum og túristar fengu að setjast á sleðana og vera dregnir tjörnina þvera og endilanga. Sparta steig sín fyrstu spor í Björkis dráttarbeisli, og dró sleðan hennar Kollu með Blanco frænda og Uglu. Svo dró hún með Jaka stíkasleða. Og Svo með Jaka, Castró og Frosta pabba.
Takk fyrir árið sem leið, og vona að við eigum eftir að eiga góðar stundir á nýju ári.
Áramótakveðja. Alexandra Björg
Athugasemdir
vá, s
Lísa (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:49
vá, skemmtileg færsla :) alltaf gaman að rifja upp árið svona, takk fyrir skemmtilegt ár og góða tíma í hesthúsinu, vona að 2010 reynist þér betur þar en 2009.....
Lísa (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.