10.10.2009 | 00:38
nýr fjölskyldumeðlimur
Voðalega gaman að kíkja á síðuna mína, líður alltaf svona mánuður á milli blogga :P ég verð að fara herða mig í þessu :P
Allavegana af mér er margt að frétta, það er búið að draga undan hestunum og þeir eru komnir í haga, Milla gerði sér nú lítið fyrir og prjónaði og var ómöguleg á meðan dragningin stóð yfir. Svo tek ég hana inn í hús í desember, það verður spennandi.
Svo er búið að bætast fjölskyldumeðlimur í fjölskylduna, en ég og Jonni fengum okkur husky hvolp, hún heitir Sparta og er sætust í HEIMINUM :D Ef fólk er að velta sér uppúr því afhverju hún heiti Sparta, þá er það nú bara útaf því að ég er að læra sögu í skólanum og Sparta er borg í Grikklandi. Ekki flóknara en það, en nafnið fer henni vel.
Svo er Arna Björk stóra systir orðin ólétt, og fyrsta barnabarn mömmu og pabba er að koma :D ég er ýkt spennt að vera stóra frænka, enda er ég litla barnið í fjölskyldunni. En það verður ótrúlega gaman. Þó svo að krakkaskrípið búi á Selfossi :/
Ég og Jonni erum að fara á sunnudagin á hvolpahitting með Spörtu, það verður ábyggilega ótrúlega gaman, að hitta öll systkini hennar og eigendur þeirra :P
en þetta er nóg í bili
-alexandra hundóða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 23:16
Milla frá Klettholti :D
JÆJA.. það má segja að bloggið hefur verið í sumarfríi, en nú er skólin að byrja, þannig að sumarið hlýtur að vera klárast, því miður, en það sést nú greinilega á veðrinu, þar sem að það er ekki sól og heiðskírt enþá, meira svona þung rigningarský og leiðindar rok.
Þjálfunin á Emil gengur ágætlega, en hann tók uppá því að vilja ekkert hlaupa fallega, meira svona hoppa og skoppa og þefa af öllu. Og sýningin er um helgina :/ þannig að hann fær auka æfingu á morgun og svo reynum við okkar besta.
Ég ákvað að fara að prufa hest á Stokkseyri, og með mér í lið Lísu skvísu úr heshúsinu. Og við skellum okkur 16 ágúst. og okkur leist svona svakalega vel á hana að við hefðum bara viljað leggja út fyrir henni á staðnum og fara með hana heim :)
En svo þegar ég kem heim og segi foreldrum mínum frá ævintýri dagsins þá sýnast þau bara als ekkert alltof áhugasöm.. (gæti verið því ég hef bara talað um hesta í sumar) . En svo 17 ágúst fæ ég sms um að fleiri eru áhugasamir um merina. Þannig að mamma hringir í pabba og pabbi segir að við ætlum bara að kaupa hana, og mamma hringir í konuna og segir að við komum og sækjum hana á eftir. Og konan segir okei, svo komum við og ég fæ að prófa hana aftur, gekk mjög vel og fór í smá reiðtúr með bóndanum. Sem gekk vel þannig að við tökum hana með okkur í bæin, og keyrum hana uppi kjós og setjum hana í hagan hjá hinum hestunum.
Svo kíki ég 19 ágúst með ömmu á hana og við gefum hestunum brauð en náðum ekki að klappa henni þar sem að hún er rosalega stygg í girðingu. En við látum gott heita og eldum pulsur og étum.
Svo ákveðum við Lísa að fara í reiðtúr í dag, prófa gripin aftur, en hvað haldiði, við eyddum ábyggilega svona hálftíma ef ekki meira að reyna að króa hana af, klappa henni og gefa henni brauð, náðum henni næstum því 2 en allt kemur fyrir ekki. Þannig að við gáfumst upp eftir mjög heiðarlega tilraun.
Þannig að núna á ég 2 hesta, Tjaldið og Milluna :D
Svo er skólin að byrja, ég er á félagsfræði braut. Ég fékk bara 16 einingar sem mér finnst eingan vegin nóg ef ég ætla að útskrifast á þessu ár þúsindi þannig að ég fór í töflubreytingar og bað um að fá ensku 303 líka, þá verð ég í 19 einingum og ætla að reyna að fá mætingareiningnuna. Þá mundi ég fá 20 einingar.. sem væri awesome :D
-alexandra alvitra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2009 | 13:22
...
jæja.. núna er frekar langt síðan ég bloggaði :P
annars er mjög lítið að frétta af mér.. eða já kannski smá samt :P
ég er hætt við að kaupa Dáð, hún hentaði mér bara ekki.. þannig að leitin endalausa heldur áfram af hinum fullkomna hesti.. en ég á náttúrulega litla Tjaldið mitt enþá :D
svo er annar draumur að rætast hjá mér.. draumur sem ég var eiginlega bara búin að gefa upp bátin.. en Hrönn bað mig um að sýna Emil litla á hundasýningu..en hann er 4 og hálfsmánaða amerískur cocker spaniel... og er sætastur í geiminum :D við fórum á fyrstu æfinguna okkar í gær og það gekk rosa vel.. svo ætlum við bara að vera dugleg að æfa okkur líka heima :D
en svo er sumarfríið bara að verða búið :/
og ég hef ekkert meira að segja í bili þannig að--
-alvitra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 22:18
Get, ætla og skal...
jæja núna er svolítið langt síðan síðast
en það sem er að frétta af mér er að Hljómur er orðin spattaður og þar með dottin úr umferð:/ og hann er ábyggilega mest dekraðasti hestur í heimi, honum er bara kembt og gefið nammi, enda er hann orðin algjör bolla núna, ætla samt að skella mér bara berbakt á hann á morgun og feta smá, svo að ég meiði hann ekki, en leyfa honum aðeins að finna fyrir knapa aftur.
Svo er Tjaldur litli bara komin inná dal að jafna sig eftir að klippt var undan honum.. þannig að hann er í góðu yfirlæti að éta gras.
Svo er lítil prinsessa komin til mín líka :D en það er rauðblesótt 16 vetra meri sem heitir Dáð.
Hún er nú þegar búin að henda mér af sér 2.. í sama reiðtúrnum en ég harkaði það bara af mér og státa af miklum marbletti á handleggnum. en ég fór á hana í gær og það gekk ágætlega, og fór í dag og það gekk betur en í gær, þannig að þetta kemur með kaldavatninu.. svo ætla ég ein á morgun og píska hana vel áfram.. og reyna að fá hana til að slaaaaaaaaaka á... :P
Þessi gæða gripur kann að prjóna eftir pöntun og ríður þangað sem þú stýrir henni ;), sem sagt yfir fjöll og firnindi, og tré og trégreinar og trjádrumba(lenti í því um dagin)..
en ég hef engar áhyggjur þetta mun verða mitt reiðhross, sama hvað gerist.. þá er allt hægt ef viljin er fyrir hendi ! og svo ætla ég að nota eitt gott mottó sem ég lærði í grunnskóla en það er GÆS.. GET, ÆTLA OG SKAL...
en þetta er nóg í bili..
skelli inn myndum af stóðinu mínu bráðum :D
-alvitra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2009 | 16:40
Tjaldur frá Laxárnesi
Nýr fjölskyldumeðlimur...
já ég var að eignast hest.. ársgamall, svakalega myndarlegur og gæfur.
Var að skoða hann áðan og ég get ekki hætt að brosa.
Tók nokkrar myndir af honum en get ekki sett þær inn en ég fann nokkrar á netinu sem ég set bara í staðin :D
Hérna er ein þegar hann var folald.
|
Svakalega sætur og flottur finnst ykkur ekki :D
Ég er allavegana alsæl með þennan grip :D
Og ég er bara að pæla að leyfa honum að heita Tjaldur.. ég allavega finn ekki neitt betra á hann.. ef þið hafið einhverjar hugmyndir:D
-alexandra hestastelpa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 22:42
Eurovision 2. sæti :D
jibbí.. við lentum í öðru sæti .. sem er frábært árangur..
en ég og katrin vorum annars búnar að finna mjög góða lausn til að halda keppnina ef við hefðum unnið..
Við hefðum einfaldlega leigt stóran trukk.. til að hafa svona trukkasvið. Fara svo uppi sveit á einhvað risastórt tún.. og bara láta allan mannskaran hanga á túninu.. ég meina veðrið var mjög gott.. og það er bjart á þessum tíma :P :D:D
annars er að frétta af mér að ég er búin að fá flestar einkunnirnar mínar.. vantar bara að fá út úr öðrum íslensku áfangum og dönsku og UTN.. voðalega spennandi
-alexandra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 23:46
Eurovision 2009
Jæja hvað er uppáhaldið mitt?
jú það er Eurovision.. ég er aðeins of mikið frík sko.
hehe.. allavega þriðjudagin var. var ég i Hafnarfirði og horfði á Eurovision með Elvu og Atla.
Sem var gaman, ég held með Svíþjóð... elska þetta lag.. ég meina hvernig er annað hægt:D
Ópera og svona í þessu... Malena Ernman er einhver besta messó sópranó söngkona Svía.. og hún skilar þessu bara mjög vel :D
Svo eru finnar líka með nokkuð gott lag.. mér allavega finnst það skemmtilegt..
En Íslendingar vinna samt :P hehe eða ég vona það.. ég vona að við verðum allavega í topp 10..
ég held að fólk sé aðeins of bjartsýnt um topp 5.. ég meina við höfum aldrei átt mörg nágrannalönd.. og ísland er gjörsamlega á hausnum.. með alla Icesave reikninga og blablabla.. ekki veit ég mikið um þessa kreppu en samt.. Topp 10 og þá verð ég mjöööög ánægð.
Svo er Noregur líka frekar sigurstranglegt land... en ég skil samt ekki hvaða svaka hrifningu allir hafa á þessum strák.. með ótrúlega kjánalegt bros eins og barnsrass í framan með fiðluna sína og svo eru alltaf hárin á fiðluspjótinu(hvað sem þetta heitir) alltaf slitnir.
Ég hata danska lagið.. bara útaf þessi Brinck vann Heru Björk.. sem var með mikið betra lag..
sko Hera er mikið betri.. :P
en já.. svo er aðal keppnin núna á laugardaginn.. og hún meira að segja rétt eftir 4 held ég :P
þá eru fullt af eldri eurovision lögum og svo byrjar keppnin kl 7 :D:D
vá hvað það verður mikill sófa dagur hjá mér..
verð að vakna snemma og fara uppí hesthús og svo kl 4 tekur sófin og eurovision við :P
en ég hef ekki meira að segja..
-alvitra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 23:12
bleh
okei.. ég er svona að ímynda mér að þetta verði LANGT blogg, vona að ég geti skrifað allt sem er í gangi í hausnum á mér núna.. en ég á pottþétt eftir að gleyma því svona half way throw the blog.
Það er 1 lítri af kóki fyrir framan mig og glas, ég er að íhuga að skenkja mér í glas en það er einhvað sem segir mér að gera það ekki. En mig langar sjúklega í kók.
Annars er ég í prófum, er búin að fara í íslensku 202 (gekk vel, en ekki í setningafræðinni, hata hana) svo var það Danska 293 (gekk alveg svona ágætlega) og enska 202(ég held að mér hafi bara gengið nokkuð vel). Svo er það íslenska 102 á morgun og svo stærðfræði 293 á mánudagin en ef ég næ yfir 7 á því prófi þá fæ ég áfanga 102 lokið. Score.
Ég fór í sumarbústað með Brynju um helgina. í Ásabyggð hjá Flúðum.
Svaka fjör.. við láum í pottinum samtals svona 10 tíma frá fimmtudegi til sunnudags.
Við lærðum svolítið og við spiluðum ROMMÝ.. sem er uppáhalds spilið mitt núna.. :P
Svo á föstudagskvöldið var tournement í pakki og actionary:P
Liðin voru:
Ég og Brynja
Hildigunnur og Albert
Guðný og Daníel
ég og Brynja rústuðum báðum leikjum, við erum náttúrulega svo samríndar að það er ekki eðlilegt,
ég lék tildæmis lögreglubíl og fallhlífastökk.. Brynja fattaði það á no time..
ég er náttúrulega svakalega góð í fallhlífastökki og er vön löggunum... (nei nei segi svona)
en við Brynja fengum 25 pakk slagi:P
Ég var að fá ensku vetrarvinnueinkunnina mína.. hvorki meira né minna en 8.24 :D alveg sátt við það.
Ég ætlaði að skrifa mikið meira og var alveg búin að plana fullt að skrifa um.. en ég er búin að gleyma því.. ég er vitlaus :P
...Ég fékk mér kók...
ég fór í bíó áðan á X-man. WOlvarine.. ótrúlega góð mynd.. mæli hiklaust með henni.. sjúkleg alveg hreint.. og sérstaklega á þriðjudögum.. þá er það bara 500 kjell í staðin fyrir 1000 kr-.
Á morgun fer ég svo í próf og svo til Elvzu í Hafnafirði.. BÚNINGADRAAAAAMA.. :D
en þetta er komið gott.. þangað til næst
-alvitur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2009 | 22:23
Búningadrama og matur :D
Páskafríið er loksins byrjað :D:D
jebbs ég fór í páskafrí á föstudaginn var.
en helgin mín er búin að vera alveg ágæt :D á laugardagin fór ég með Brynju í reiðtúr, fór svo heim og Elva og Óðin litli sóttu mig, svo kíktum við aðeins á laugarvegin, fórum svo í vesturbæinn og keyptum líter af gamla ísnum góða. :D:D svo fór ég heim til Elvu og hún steikti þessa góðu hamborgara sem voru geeeeeeeeeðveikt góðir, algjör kokkur hún Elva *NOT*. Svo ætluðum við að horfa á North and South sem eru 4 þættir sem eru í 45 mínutur hver af búningadrama. :) nema hvað að ef þú reiknar 4*45 þá færðu út 180 minutur, sem eru samsvarandi 3 klukkustundum, Þannig að við tekur 3 stunda kvikmyndaáhorf, nema hvað að við töluðum svo mikið að við vorum í 5 tíma að horfa á 3 tíma efni, geri aðrir betur segi ég nú bara :P og það sem við borðuðum, jemundur á jólaskónum, við fengum okkur að sjálfsögðu ísinn góða, og Litlu syndina ljúfu sem er mjög góð kaka, svo popp poka og saltstangir, og þrista. Svo þegar klukkan var að ganga hálf 3 þá fórum við að sofa, og sófin hennar Elvu fær alveg 10 í þæginleika :Ð
hérna er svo fanvideo sem Elva gerði um North and South.
Svo vakna ég og finn svaka matarlykt og dríf mig á lappir, svo þegar ég kem inni eldhús, haldiði ekki að frú elva sé ekki bara búin að elda Brunch kl 9.. þannig að viðtekur svakalegt át af rosalega góðum mat, svo þegar Óðin litli fær sér fegurðarblund þá horfum við á Northanger abbey, sem er jú líka svona búningadrama mynd:P Elva var að reyna að heilaþvo mig og henni tókst nú alveg ágætlega til:P en svo skutlaði hún mér uppi hesthús og Ágúst Þengill hinn strákurinn hennar fékk að fara á bak á Hljóm og var rosalega duglegur að hjálpa til í hesthúsinu :P Fór svo bara í reiðtúr og heim.
En svo er ég bara búin að vera hanga heima síðan :P reyndar tók ég aðeins til í herberginu mínu, skellti í 2 þvottavélar og þurrkaði af hillunni minni, samt er eins og það hafi verið hvirfilbylur inni herberginu mínu.
þangað til næst..
-marco-andra alvitra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2009 | 20:53
Helgin mín
ég var búin að skrifa svakalega færslu, en hún eyddist.. andskotinn...
okei.. taka 2.
ég hitti ísfólksstelpurnar um dagin, rosalega gaman, við hittumst heima hjá Dóru, svakalega kósý heimilini, átum kökur og osta og pulsu, með kexi, drukkum gos, aðalega kók. Svo töluðum við og töluðum. og Dóra spáði í spil fyrir okkur, rosalega skemmtilegt. ég tók engar myndir en það voru myndavélar á staðnum, ég kannski skelli inn myndum þegar ég get stolið þeim af hinum stelpunum.
Helgin:
Föstudagur.
Vakna
skóli
hesthús
heim
sturta
pakka
fara uppí skátamiðstöð
vera á Skátaþingi
Vera sótt af Bjarna,
vera skutlað uppi lækjabotna þar sem félagsútilega Árbúa var.
fór að sofa með Sædísi í fanginu, eins og vanalega þegar við gistum í sama rúmi.
Laugardagur.
Vakna við að Linda er að pota í andlitið á mér
skríð til Brynju og kúri með henni og Tótu í smá stund
Klæði mig og fer niður og fæ morgunmat.
Súrmjólk og brauð með osti og skinku
Klæði mig í hlý útiföt og gönguskó
sé um póst í póstaleik með Ásgerði
mjög skemmtilegur póstur
fór inn að spila Sett og Jungle speed með krökkunum
fékk kakósúpu og eggjabrauð með kavíar í hádegismat
pabbi sótti mig
fór í Lífland að kaupa spæni og spónaköggla undir fallega klárinn minn
fór uppi hesthús að kemba gullinu
fór heim í sturtu
fór að passa
bakaði pizzu handa krökkunum
fór í sápukúlu stríð við Davíð(sem ég er að passa)
horfði á gettu betur
svæfði
reyndi að fara í tölvuna, netið datt út, hætti í tölvunni
horfði á leiðinlega mynd
las í einhverri bók
lokaði augunum
vaknaði
fór heim kl hálf 1-1
fór að sofa aftur
Sunnudagur.
vaknaði kl 11
fór til ma og pa
horfði með þeim á sjónvarpið
ristaði brauð handa þeim
ristaði brauð handa mér
horfði á P.S á bíórásinni og borðai brauðið
klæddi mig
fór uppi hesthús kl 14
fór með ömmu í reiðtúr, rosa gaman.
amma skutlaði mér heim kl 17.30
fór í sturtu
fór í tölvuna
fékk að borða
fór í tölvuna, og hér er ég.
þetta var helgin mín í hnotuskurn
þangað til næst
-alexandra alvitra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)