Þetta fékk ég útúr miðannarmatinu.
Íslenska=9
Stærðfræði=8
Enska=8
Danska=9
Meðaleinkunn=8,5
frekar gott finnst mér :P allavega hæsta einkunnaspjald sem ég hef fengið:)
en hvað er að frétta af mér.. hmm ég er byrjuð að vinna í Bónus í Mosfellsbæ, vinn aðra hverja helgi, var að vinna í gær en samt ekki í dag :P þetta er alveg ágæt vinna, frekar einhæf, en ég fæ peninga, ég er semsagt kassadama:P
svo gengur bara rosalega vel með Hljóm... ætla samt að reyna að kaupa mér sjálf svona 4-5 vetra hest þegar ég verð 18 ára, og temja hann sjálf. Samt náttúrulega með hjálp:P
Ég fór með Tótu, Brynju og Sædísi um dagin í reiðtúr, eða við hittumst uppi Heimsenda og fengum okkur að borða, svo riðum við smá spöl saman, og ég og Brynja fórum hringin um elliðavatn en stelpurnar sneru við til að fara aftur heim í Gust, því að Tóta er með hesta í Gust en ég og Brynja í Víðidal, og Sædís fór með Tótu því hún var á hest hjá henni. En það var ótrúlega gaman, og við verðum að gera þetta aftur bráðlega. :D
Sædís á afmæli á morgun verður 16 ára skvísan :D ég er einmitt að fara til hennar á eftir í fjölskylduafmæli.. og ég spurði hana hvort það mundi ekki vera vandræðalegt fyrir mig að vera með ömmu hennar og afa og frænkum og frændum, og hún svaraði mér þá bara.. ,, nei þau eiga eftir að elska þig, fjölskyldan mín elskar þig" . svo þar hafi þið það, fjölskyldan hennar Sædísar elskar mig, og það gera nú fleiri fjöldskyldur.. svosem fjölskyldan hennar Brynju, þau elska mig og ég elska þau líka. ég er nefnilega sko mánudagsdóttir þeirra. Það var hefð í einhverja mánuði að ég borðaði alltaf kvöldmat á mánudögum hjá þeim og svo fórum við Brynja á skátafund saman. En núna er Brynja alltaf í lúðrasveitinni á mánudögum þannig að ég kem aldrei á mánudögum, en ég er samt alltaf mánudagsdóttir þeirra. :P
ég er með ótrúlega mikið kvef, alveg bullandi kvef, og það er ekki gott. Svo þegar nefið á mér stiflast þá fæ ég ótrúlega mikin hausverk, þannig að annahvort er ég með stíflað nef og ótrúlega mikin hausverk eða ótrúlega mikið nefrennsli og er alltaf með bréfsnifsi í hönd. Hvorugt er gaman.
Það er ógeðslegt veður úti. Annahvort er rigning, eða rok eða haglél eða snjókoma, svo sé ég stundum í sólina, íslensk veðurátta er hrikaleg.
Rut og Valdís eru í reykjavík, en ég er samt ekkert búin að hitta þær, en Rut ætlar að kíkja á mig í kvöld. og mig hlakkar ekkert smá til :D það er svo langt síðan ég hitti hana :D Svo vona ég að ég nái einhvað í Valdísi, en símin hennar er dauður þannig að það verður eflaust ekkert úr því. Svo ætla ég líka að kíkja einhvað á egs í sumar.. það er svo langt síðan ég var hjá Valdísi yfir sumar. alltof langt.
svo var ég að fá nýjan síma Nokia 3520 Xpressmusic held ég að hann heiti. Rosalega fínn sími:D
eina slæma við hann er að öll símaskráin mín datt út, þannig að ef ég hringi ekki ógeðslega lengi í þig þá er það eflaust því ég er ekki með númerið þitt.
En ég ætla að segja þetta gott í dag, reyni svo að skrifa með minna millibili.
Læt hérna fylgja með eina mynd af hestakonunni og Hljóm.
og svo ein í viðbót
og svo ein í viðbót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2009 | 23:50
Gömul "skóla" gribba.
Það er kannski komin tími á eina bloggfærslu..
hmm hvað er í gangi hjá mér núna? jújú eins og alltaf þá er skólin, sem að gengur svona ágætlega.. er í tarnaprófum og tók íslensku og dönsku í dag, það gekk bara alveg ágætlega, átti í smá vanda með ritunina í dönskunni, en ég vona að ég nái:P svo er enska og stærðfræði á morgun. Vona að ég nái :P
en annars er ég bara alltaf á hestbaki, fer daglega uppi hesthús og moka og geri tilbúna morgungjöf og kembi og klappa og fer svo í reiðtúr, fer yfirleitt með Brynju eða ömmu.
En ég og Brynja fórum um dagin(í gær) Rauðhólahringin, sem er alveg ágætur hringur, nema hvað að við erum að fara upp brekku á svona hæglegu stökki þegar Golíat tekur sig til og hendir Brynju af baki, en hún náði að fara úr öðru ístaðinu þannig að hún meiddi sig ekkert mikið, svo þegar við erum að verða komnar heim í hús þá erum við á þessu sama hæga stökki þegar Golíat allt í einu sveifir sig útaf veiginum og tekur einhvern hring í mölinni og þá er ég komin fyrir framan og þegar Hljómur fattaði að hann var á undan Golíat þá fer hann á harða stökk, og Golíat kemur alveg í hendiköstum(segir maður það ekki?) á eftir okkur, en Hljómur hleypti honum ekki á undan sér og var svo ýkt montin með þig að hafa unnið Golíat, og Golli var ekkert svakalega sáttur. Að hafa tapað fyrir ellismellnum sjálfum sem stendur þó alltaf fyrir sínu:D en ég fór ekkert á bak í dag því ég lánaði kærustu frænda míns Hljóm. Og ég fer eflaust bara ein á morgun, sem er ekki gaman, því þá hef ég engan til að tala við, og Hljómur verður svo latur og mér verður svo illt í fótunum. En nóg um hesta.
Í dag þá sat ég og var að tala við skólafélaga mína þegar gamla gribban hún íris stekkur þarna fyrir framan mig, bendir á mig með þráðbeinum puttanum, starir á mig og segir svo ,,ÞÚ ERT BARA SJÁLF DÓMHÖRÐ" og ég vissi ekki hvað hún átti við grey kellingin, :D en svo fer hún að útskýra fyrir mér að henni hafi verið bent á bloggið mitt og hún las þá einhverja færslu sem ég skrifaði eftir munnlegt próf í ensku, og ég hafði verið svona stressuð og allir voru að segja mér að ef ég hikaði þá mundi ég falla,hún væri svo dómhörð. :P En svona er það stundum, hehe,
(Elsku Íris, ef þú ert að lesa, þá ertu ekki gömul gribba né kelling. :) )
en annars fór ég á Söngvakeppni Borgó í kvöld, sem var allt í lagi. Góð skemmtun, svo er ég að fara í afmæli til Brynju beibi á morgun. Vonandi verður það bara stuð. :D
enn þangað til næst
-alexandraalvitra sem er víst dómhörð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2009 | 20:57
Fyrir Sædísi..
.. eina aðdáenda mínum.
Hvað hef ég gert svona undanfarið? tjaa, ég hef verið á hestbaki :P Hljómurinn(21 vetra) stendur alltaf undir sínu, og gefur Golíat(6 vetra) ekkert eftir. Ég og Brynja fórum Rauðavatnshringin í dag, og var rosalega gaman, þar sem ég kom klárnum á almennilegt brokk og hreint tölt, fórum svo aðeins á stökk, annars vorum við bara að feta, en ekki að þið hafið mikin áhuga á gangtegundum sem ég fór á í dag :P
ég er farin að drekka gríðarlegt magn af vatni, hætt í gosinu :D er voðalega ánægð yfir þeirri ákvörðun :D
svo eru skóhlífadagar í þessari viku, en ég verð bara að skreyta fyrir glæsiballið því að ég er í nýnemaráðinu. Og í sambandi við Glæsiballið þá er ég í vondum málum :S ég á engan kjól fyrir það, og fór að skoða kjóla og fann engan sem mér fannst flottur, það er ekki gaman, en ég mæti þá bara í einhverjum lörfum :S ég á þó fallega skó. Og Magnús og Einar ætla á ballið svo ég verð ekki ein :P
ég fékk voða skemmtilegt sms frá ja.is í dag og ég vissi fyrst ekkert hver það var, því að smsið var einhvað í þessa átt: sorry að ég svara seint en ég er að fara á æfingu og kemst ekki í kvöld.
ég var ekkert að fatta fyrr en ég fékk næsta, sem var einhvað um meistaraæfingu, þá kveikti ég á perunni og fattaði að þarna var Sædís á ferð, og stuttu eftir það fékk ég sms um hvað Sædís elskaði mig afar heitt :D
annars hef ég rosalega fátt að segja
þannig að ég vona að þetta hafi látið þig HUH Sædís mín og ég ostasamloka þig líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 23:05
Gettur Betur og fleira.
hæhæ..
ég var að koma heim af Gettu Betur keppni, Borgó rústaði va með 30-12, slógum hraðaspurningamet en strákarnir náðu 22 spurningum :D svo að við áttum keppnina. Svo var klappliðið hjá va 4 manneskjur en við vorum með heldur fleiri :D En nóg um Gettu Betur.
Skólin gengur bara vel, það líður allt svakalega hratt. Ég fékk 9,8 úr stærðfræði kaflaprófi, er alveg ótrúlega stolt :D:D og ég má nú líka alveg vera það, þar sem að hmm stærðfræði hefur aldrei verið mín sterka hlið.
Hafiði lesið eineltist bloggið hjá Hólmfríði? rosalega sorglegt hvað manneskjur geta gert 1 stelpu.
Fyrsti svarti forsetinn hefur verið "krýndur" Barock Obama :D:D geðveikt töff :D
en ég hef ekki mikið annað að segja. Svo að..
-alexandraalvitra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 21:51
helgin mín var svo hljóðandi/lesandi
´jæja.. helgin mín er bara búin að vera rosalega róleg,
fór í skólan á föstudagin og svo í leikhús um kvöldið, fór að sjá skugga-svein, sem var alveg ágætt leikrit.
ég svaf mest allan laugardagin, tók svo smá til, horfði á sjónvarp og svaf meira.
og svo svaf ég líka á sunnudeginum og horfði svo á bíó rásinu, svo ákváðum við katrin að vera duglegar því að mamma og pabbi voru ekki heima, og við fórum niður með jóladraslið, tókum til í stofunni,eldhúsinu og ganginum, og smá inni hjá okkur og svo elduðum við þennan líka rosa góða mat, semsagt, hrísgrjón,ýsa, karrý sósublanda og ostur og sveppir yfir, svo suðum við líka karteflur og borðuðum öll saman þegar mamma og pabbi komu heim, svona er líka gott að eiga duglegar dætur.
við tókum líka öll fötin hennar Elísabetar og settum í svarta ruslapoka því að hún er flutt að heiman og ég fæ hennar herbergi þegar hún tæmir það, þannig að við hjálpuðum henni bara aðeins. :P
ætla að reyna að fá að vera flutt yfir fyrir næstu helgi :P
enn þið sem að lesið þetta vesæla blogg, plís kommenta eða skrifa í gestabókina, því að það er alltaf gaman að sjá hverjir lesa bloggið.
-Alexandra alvitra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2009 | 23:22
Ég skrifaði þetta á mánudagin en gat ekki fært hingað inn fyrr en í dag.. þannig að allt er skrifað eins og á mánudegi :P
Í dag fór ég til tannsa.. er komin með nýjan tannlækni og þetta var annað skiptið mitt hjá kvennsunni.. hún er alveg hreint út sagt frábært tannlæknir, vegna þess að sko hún er færeysk og hún hummar alltaf þegar hún er að fikta í tönnunum á mér, það er geeeeðveikt róandi.. hahaha
en í dag þá fór ég til að láta gera við eina tönn og ekkert mál ég er ekkert hrædd við tannlækna eins og margir, nema hvað að hún ákvað að deyfa mig og ég hef aldrei verið deyfð.. en ég er ekki hrædd við sprautur þannig að ég sagði bara okei.. svo sagði hún : þú finnur first bara svona smá sting og ég bara sagði okei, svo finn ég þennan sting.. allt í lagi með það, ég er náttúrulegaa svo sterk gella. Eeeeeeeeen þá sagði hún : jæja þetta gekk vel, núna ætla ég bara að koma henni á réttan stað.. MIG LANGAÐI TIL AÐ GRÁTA. Það var svo ógeðslega ógeðslega ógeðslega sárt að mig langaði til að fara að grenja og hnipra mig saman í fósturstellingu. En að sjálfsögðu harkaði ég það af mér og þá sagði hún : úpps fyrirgefðu, en núna finnuru smá þrýsting, okei ekkert mál, kom smá þrýstingur svo fór hún að gera einhvað annað á meðan deyfingin var að kikka inn
og ég sver það half tungan á mér var dofin og hálft andlitið, meira að segja eyrað á mér var dofið það var gg fyndin tilfinning :P
en já áfram með tannlæknasöguna. Svo setti hún svona járnstykki ofan á tönnina og svona dæmi einhvað og svona lítin gúmmi dúk, eins og svona skurðlæknar setja yfir þar sem þeir eru að fara skera.. og þar að leiðandi gat ég ekki lokað munninum, þannig að ég var með hann opin í rúmlega klukkustund, do not try that at home. En já hún gerði semsagt við þessa tönn mina.. og núna er ég að halda upp á það með því að horfa á Golden globe 2009, og að klára seinustu snickers jólakökurnar og hella þeim niður með kókglasi :P
og mér er svo illt í tönninni núna þegar deyfingin er farin..
En já þetta var tannlæknasagan mín :P
Annars er skólin byrjaður á fullu, gengur alveg vel,, er samt smá ósátt. Eða mér finnst námstækni 113 hundleiðinlegir tímar, gæti drepið mig frekar en að hanga þarna, svo er ég komin með nýjan ensku kennara,, ég ætti kannski að gefa grey kallinum séns en ég var bara of sátt með seinasta kennara þannig að ég er ekki að fíla þennan gamla kall sem að talar fáránlega ensku og er skrítin :P jæja vonandi er ég bara í 1 önn hjá honum. Svo langar mig að hafa sama íþóttakennara og seinast en fékk einhverja aðra gellu sem er strangari :S
annars er ég bara sátt sko, ég er enþá Einstein í UTN 202, Dönsku 293, stærðfræði 293. og svo er ég komin í leiklist.. er alveg rosa sátt, er með ester minni í þeim tímum, svaka gaman :D
Katrín systir er komin með einkyrningssótt og verður að hanga heima í rúman mánuð og pabbi veiktist líka, reyndar af öðru en hann þarf líka að vera heima í mánuð. Svo að mamma splæsti á stöð2, bíó, og allskonar annað dæmi sem fylgjir :D
Ég var voða dogleg og setti í 2 þvottavélar í dag, stefni svo á aðrar 2 á morgun, já herbergið mitt er á hvolfi og ég er að reyna að taka til :P
Annars er þetta bara gott í bili, reyni að skrifa bráðum aftur :D
-Alexandra alvitra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2008 | 02:57
... and merry christmas to everyone..
jæja haldiði að ég hafi ekki dottið í jólastuðið klukkan 3 um nóttina..
það sem hefur verið að frétta þennan desember mánuð er þetta helst..
Bryna fékk langþráða hestinn sinn hann Golíat sem er svo sjúklega fallegur,stekur og flottur hestur að mig langar bara að vera meri.. nei segi svona.. en hann er algjör gullmoli þessi hestur. :D
skelli kannski mynd þegar brynja sendir á mig.tvær vinkonur mínar áttu 16 ára afmæli á sama dag :D þær Gunnhildur Lilja og Sigríður Hugljúf eða Gunný og Sirrý.
en þó að það sé mikilvægt er ekkert eins mikilvægt og prófin mín sem ég tók og náði :D
ég ætla ekkert að gorta mig en meðaleinkunnin var 8,3 minnir mig að það hafi verið.. já góðir lesendur mér tókst að fá góðar einkannair í öllum prófunum mínum sem að ég hef aldrei getað gert áður..
Lífsleikni:7 (frekar slappt en samt )
Stærðfræði: 7 (jesús kristur og haleljúa eigum við að ræða þetta einhvað?)
íþróttir : 8 ( that would be a first)
myndlist: 8 ( ég er nú ekkert sérstaklega góð að teikna, en jákvætt viðhorf og sleikjustælar virka)
Íslenska :8 (góð einkunn, en ég hefði getað gert betur)
UTN: 9 (tölvur,, lesa leiðbeinigar og herma gæti ekki verið léttara)
Enska:9 (ég lagði smá á mig hérna)
Danska:9 (hvað get ég sagt, ég er góð í tungumálum,, nei nei kennarin elskaði mig eða eh)
SKÓLASÓKN: 10, tíu, ten, ti... ég alexandra björg fékk 10 í skólasókn ég féll tvisvar á skólasókn í grunnskóla 2 á einni önn.. er það hægt? já ég sannaði það og svo mætti ég svona líka vel í menntó :D
ég er svo stolt af einkunnunum mínum að ég gæti grenjað,...
talandi um grátur.. haldiði að ég hafi ekki vaknað grenjandi í morgun,, ´því að mig dreymdi að bestu vinkonur mínar höfðu ekki viljað leyfa mér að fara með þeim að kaupa einhvað eða einhvað álíka..
aldrei hefur mér dreymt eins asnalegan draum...
en já það er komin aðfangadagur.. eða já svona næstum.. pakkar pakkar pakkar pakkar pakkar.. mig hlakkar til að opna pakkana mína sem ég fæ sem að eru orðnir 10 talsins.. :D
en já þetta var blogg mánaðarins :P
Gleðileg jól allir og eigiði góða hátíð.. og allir að borða yfir sig :D
- Alexandra Jólabarn :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 00:34
jólajólajólajóla jólin eru að koma
vá.. það er komin DESEMBER :D
Það þýðir að Gunnhildur og Sirrý eiga afmæli bráðum, Rut kemur til rvk,jólafrí og JÓLIN KOMA.
svaka stuð alveg.. en hefur einhver horft á vörutorg? það hefur verið núna 3 seinustu kvöld og vá hvað þetta er kjánalegt. Þú getur keypt þér bumbubana.. afhverju ekki bara að fara út að skokka?
og svo geturu keypt þér ryksugu sem ryksugar þegar þú ert ekki heima, henni er lýst sem nýjasta fjölskyldumeðliminum. uu já þetta er konan mín og börnin mín tvö og svo hérna er ryksugan mín.. whaat.. og hún kostar 35. þúsund. það stóð að það væru bara til 70 stk og ég hugsaði bara að það á engin eftir að kaupa þetta.. svo næsta kvöld var þetta uppselt. uuu okei.
ANnars er bara fátt að frétta af mér, ég er í prófum er búin að fara í ensku og stærðfræði sem mér gekk bara vel í báðu, næ þeim allavega. Svo í næstu viku fer ég í dönsku og íslensku sem að ég held að mér eigi bara eftir að ganga vel í :D
Svo eru að koma jól.. ég held að þetta verði algjör bókajól fyrir mig eða ég vona það mig langar í svo margar bækur.
Brísingur nýjustu Eragon bókina eftir Cristopher Paolini
Tímaþversögnin- nýjasta Artemis Fowl bókin eftir Eoin Colfer
Twilight(á íslensku) eftir Stephenie Meyer
Sálnaflakkarinn eftir Michelle Paver
Soul eater eftir Michelle Paver( ég veit ekki hvað hún heitir á íslensku)
þá vitiði hvað þið getið gefið mér :D svo mundi fartalva ekki saka sko :P
en segi þetta gott í bili :D
Alexandra Björg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 00:14
hamingja?
hæhæ.. núna er ég bara að horfa á Jay Leno.. hann er að tala við Hugh Jackman:D en ég veit ekki afhverju en ég fór að pæla hvað ég væri heppin.. núna er kreppa.. fullt af fólki búið að missa helling af pening.. og alskonar mótmæli í gangi og bara helling að gerast slæmt í heiminum.. og ekki má gleyma þriðja heims löndunum. þar fá börn ekki að borða, eða þurfa að labba langar vegalengdir til að fá vatn og allskonar.. og ég fór að hugsa og sá hvað ég er heppin..
Ég er heilbrigð 16 ára hress stelpa,ég á stóra fjölskyldu.. mömmu og pabba sem eru bæði heilbrigð og með góðar vinnur, ég á 3 systur sem að ég elska að sjálfsögðu þó að það meigi oft deila um ást okkar:P þær eru allar heilbrigðar og eru í námi og vinnu. Ég stunda frábært áhugamál skátarnir.. ég á bestu vini í heimi, sem fíflast með mér þegar við erum í þannig stuði, og eru alvarlegir þegar ég þarfnast þess, hjálpa mér þegar ég þarf hjálp og eru bara alltaf til staðar fyrir mig.. ég passa yndislega krakka sem að mér finnst alveg æðislegir. Ég á svo mikið og ég er svo ótrúlega ánægð, ég er í einhverju rosalega tilfinningastuði. . ég fann gamlan gullmola af mér og Ester sem að ég ætla að setja hérna, þetta er svo æðislegur gullmoli:D
- ester: I´m up high
-ég: ha ertu kaka?
-ester: ha? (springur úr hlátri)
-ég: sagðiru ekki: I´m a pie?
svo er alveg helling meira fyndið sem að ég hef sagt, eða gert:P en ég man ekkert núna,, þannig að endilega látið mig vita hvað ég hef gert:P
En já, ég er ótrúlega hamingjusöm þó að það vanti kannski 1 í lífið mitt.
ég ætla að setja inn nokkrar myndir bara svona til að sýna
þessi mynd er tekin á úlfljótsvatni!
uhh myndin er á hvolfi, en samt sætastar.. Brynja og Sædís!
ég og Ester sætasta.. ég er búin að þekkja ester frá fæðingardeild:*
já ég ætla að segja þetta gott núna :D
-Alexandra Björg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2008 | 16:10
Morfís og prófkvíði
okei:D Morfís í kvöld.. ég er gg spennt:)
ég var að fá stærðfræðiskilaverkefniseinkunn og hún var 9.. þannig að ég er mjög ánægð:D Svo fékk ég ensku einkunn úr bók sem við lásum,, sem heitir Killing Mr. Griffin.. ég fékk 9,5 þar sem er gott. en ég gerði einhverjar 3 villur sem að ég hefði ekki átt að gera.. enn svekkjandi:(
Svo fór ég í gær í 2munnleg próf, í ensku og dönsku,, ég var ekkert stressuð fyrir dönskuna.. ég bara rabbaði á fullu við kennarann um mig og fjölskylduna mína.. ekkert mál... svo kom að enskunni.. ég hef aldrei á æfi minni verið svona stressuð,, (þegar ég er virkilega stressuð, þá verður mér mjög illt í puttunum, ég veit ekki afhverju.) ég var svo stressuð að mér varð svo illt í puttunum að ég varð að stinga þeim útum gluggan til að kæla þá.. og ekki hjálpaði gabríel til með að vera segja að ég mundi hika, þá mundi ég bara falla og eh. Dagbjört var alveg á fullu bara alexandra mín þetta verður allt í lagi, þú nærð þessu alveg, þú ert rosa góð að tala ensku.. en ég var bara titrandi og svo illt í puttunum, ég tel ástæðuna að ég var svona hrædd að strákarnir voru alltaf bara Íris er svo dómhörð að við föllum ef við hikum, og lalalla íris er semsagt kennarinn.. og hún er ekkert svona dómhörð, hún er eiginlega bara æði, en ég var samt svona ógeðslega hrædd við prófið eða hana.. veit ekki hvort. En svo fer ég í prófið og haldiði ekki að ég hafi fengið 9,5 :D frekar stolt af mér.. svo náði ég líka íþróttaprófinu sem gildir 1 heilan af lokaeinkunn :D Svo fékk ég líka 10 fyrir einhvað verkefni í UTN.. ég er bara alveg að brillera :D
en já svo er bara Morfís í kvöld.. Borgó á móti mh.. þetta verður hörkuspennandi keppni, mh hefur farið í úrslit seinustu 3 ár held ég.. þannig að þetta verður svakalega keppni..
Nemendafélagið fór í fríminutunum með trommur og lúðra og við gerðum geðveik læti og fórum inn í sal og kynntum morfís.. þannig að við erum að vona að það mæti sem flestir :D
Skólin er búin eftir 1 viku.. eða allavegana kennsla.. svo taka bara við próf.. og ég fer í 4 próf.. dönsku,ensku,íslensku og stærðfræði... ég fer reyndar í UTN próf á mánudagin í næstu viku. þannig að 5 próf allt í allt.
ég veit ekkert hvað ég á að gera í jólafríinu.. það er í einhverjar 3 vikur.. það byrjar 12 des og er búin 6-7 janúar.
enn ég ætla að segja þetta gott í dag:P og fara gera mig til fyrir morfís og einhvað :)
kv.Alexandra alvitra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)