Sumardagurinn fyrsti og svona

jæja núna er frekar langt síðan ég hef bloggað og margt hefur á daga mína drifið.

T.d. er ég að fara í samræmd próf núna á næstu 2 vikum.. byrja núna á þriðjudagin og ég tek öll nema náttúrufræði.. svo að ekki búast við að hitta mig neitt mikið á næstunni.. :P

Svo var ég líka í fánaborginni í Reykjavík við vorum á nokkrum æfingum og svo kom stóri dagurinn Sumardagurinn fyrsti.. svaka spennandi.. ég vakna kl 7 og tek mig til og fæ mér jógúrt tek svo leigubil korter i 8 uppi Garðó..allt svaka spennandi.. svo þegar þar er komið er bara að skella sér í skyrtu og buxur og of we go komin uppi kirkju og æfum okkur þar og svo erum við að verða of sein svo að við hlaupum með fánana á stað niður að Arnahól held ég að það heiti.. og þegar þar er komið þá stillum við okkur upp og svo er bara allt tilbúið við bryjum að ganga með lögguna fyrir framan og 3 skátafélag að aftan :D svo létum við söngvanna óma upp laugarvegin.. og allt gengur bara ágætlega og svo er komið að kirkjunni og við tökum þessar fallegu beygur og förum í fjórfalda röð eins og við hefðum ekki gert annað síðan við skriðum úr möllunum á mömmunum okkar.. nei djók:P
svo var inn í kirkjunna komið og við stóðum heiðursvörð svaka fjör og svona.. svo var komið að aðal málinu.. að tilkynna gönguverðlauninn sem að auðvitað Garðbúar og Landnemar unnu í sameiningu :D

Svo fór ég með Elvu,Þórunni og Ásgeir uppi Seljahverfi og þar tók við önnur skrúðganga og þar var ég með fána.. gekk alveg eins og í sögu og það var alveg ótrúlega gaman þar.. þess er gaman að geta að í staðin fyrir að syngja þá kom ungur drengur með svona ghetto blaster og bara blastaði stundinni okkar með birtu og bárð, memoris :P
en svo var bara hverfishátíð sem var alveg þrælskemmtileg.. ég meðal annars henti Einar útí andapollin í fínum fötum.. og sá unga stúlku taka spiderman move á kaðli... og margt margt annað.. þessi dagur endaði svo í pizza partyi í seglaheimilinu... og ég ég hef aldrei verið svona þreytt í fótunum.

Svo í dag þá fór ég bara í sund í morgun með Ásu, fór svo heim að læra í allan dag. Og fór svo í ísbíltúr í vesturbæinn með Ásu og Ásgeiri. Það er besti ís í heimi þar..... nammi namm.

en já ég hef alveg örugglega einhvað að segja sem ég bara man ekki núna svo að ég læt þetta gott heita.. og lofa að skrifa í bráð..

og koma svo commenta :D

 -Alexandra ísæta


ótitlað

 

 

Brynja sæta sæta kom og gisti hjá mér seinustu helgi og við vöknuðum og fórum i páskaeggja leit:)
Brynja loksins fékk að finna eggið sitt :') svo fórum við bara að horfa á barnatíman og ég náði svona 3-4 og svo sofnaði ég aftur, en Brynja var vakandi og fór bara i tölvuna.:P svo horfðum við á ávaxtakörfuna.. :) og mig langar i öll lögin, svo að ef þið eigið lögin þá meigiði senda mér þau :D

en vá það var svo fyndið ég hringdi heim til brynju og svona var samtalið einhvernvegin..
A: hæ er brynja heima?
Hildigunnur: nei hún er að vinna
A: ó okei, en má hún gista hjá mér ef hún vill
Hildgunnur: já, ég ætla bara að tala við hana fyrst
A: okei
H: ertu að passa
A: nei nú
H: ææ ég heyri í einhverju barni þarna bak við þig
A: haha nei þetta er bara Katrín :')

ahahaha þetta var svo fyndið :')

en já svo endaði páskafríið og skólin er byrjaður aftur:P 

 en ég hef ekkert merkilegt að segja i augnablikinu, ég reyni að blogga bráðum :D

 

-Alexandra 


elísabetar gullmolar og eurovision

það eru nú mörk fyrir fituhlussukvöldi og ég held að ég gæti dregið þessi mörk hérna, ég sit uppi rúmi, með tölvuna á mér, með 2l kókflösku sem er hálf við hliðina á mér(tek það framm að ég er ekki búin að drekka hana alla) og kökubox sem að það voru kökur í, ég er búin með þær en þetta voru líka svoooooo góðar kökur:D

 

annars er þetta páskafrí búið að vera semi, er búin að vera með Kára seinustu 2 daga, bara i einhverju chilli, ég málaði Kolbein bróðir hans i dag og svo drógum við hann á fálkaskátafund hjá Árbúum, þar sem að það var skyndihjálp.. :D ég lærði alveg helling :D  svo fórum við yfir á bís og ég talaði við Steina í smá stund um einhvað garðbúa dót, alltaf gaman að tala við bís liðið :D  

Svo fórum við Kári og Kolbeinn heim til þeirra og átum kvöldmat, og svo fór ég heim.. og ligg hérna i algjöru yfirlæti með kókflöskunni:P sem minnir mig á það, að elísabet systir min sem er núna i þjóðverjaríki hefur í ófá skipti gefið frá sér algjöra gullmola, og ég hef stundum skrifað þá niður og hérna eru nokkrir..

 

Elísabet says: ég og kókflaskan erum að pæla að fara i sturtu, bara við tvö
Alexandra: þú veist að það er HÚN kókflaskan
Elísabet: já en þetta er kókið mitt
Alexandra: þá er hún hvorugkyn
Elísabet: já þess vegna erum það við tvö
Elísabet: sjáðu hvað við erum sæt saman, sjáðu hvað við elskumst mikið

 

Elísabet says: þú mátt sko ekki fá brauðið mitt

 

Elísabet says: vá átt þú þessa skó?
Alexandra says: já
Elísabet mátar skóna og segir: vá heyrðu ég ætla bara að eiga þá

 

Elísabet getur verið algjör álfur.. ég á 3 myndbönd af henni þar sem að  hún er einhvað að fíflast, ég þyrfti að fara henda þeim hérna inn :P eða á youtube:P ég sé til hverju ég nenni, en ég veit að hún brjálast ef ég set þau á netið en núna er hún í útlandinu svo að hún getur bara sofið i tjaldinu sínu og sungið ich bin auslander og sprakker nich god deutch eða hvað sem þetta lag heitir.. en það er samt geðveikt skemmtilegt að syngja það :')

en já ég ætla að lesa smá undir samrændu prófin á morgun, þó svo að ég nenni því svo engan vegin, þá verð ég víst að lesa einhvað smá, ég fékk 3 hefti í stærðfræði, 1 í íslensku, og svo á ég einhverja óunna heimavinnu i ensku og dönsku sem ég get unnið, svo þarf ég bara að fara á videoleigu og leigja danskar myndir og læra:') eða fá einhver hefti eftir páskafrí ég nefnilega gleymdi því, svo get ég lika bara lesið einhverja bækur á dönsku :P ég ætla nefnilega að taka öll samrændu nema náttúrufræði. og ég er að pæla i borgó eða fb, mig langaði i kvennó en það er bara bekkjarkerfi og svo var ég að pæla i MH, en þegar ég fór og skoðaði skólan þá hætti ég við:D.. og svo er líka Elísabet i honum, Katrin er i FÁ svo að ég fer ekki þangað..

 og svo að ég babbli einhvað áfram hérna þá ætla ég að tala um Eurovision, því að ég er algjört eurovision nörd..

fáir muna ekki eftir keppninni 1999.. þegar Charlotte Perelli rændi íslendingum sigrinun, en Selma varð i öðru sæti, en Svíar unnu með stolnu lagi ´Take me to your heaven´sem er reyndar mjög skemmtilegt lag:P en núna eru íslendingar að senda út algjör eurovision sprengju´This is my life´með Friðriki og Regínu  http://www.youtube.com/watch?v=dkMlGcZvpus   og eru voðalega sigurstrangleg en getiði hvað.. SENDA SVÍAR EKKI ÞESSA LJÓSHÆRÐU SVINDLARATÍK AFTUR ÚT, jújú núna fer Charlotte Perelli út með lagið ´Hero´sem er líka rosalega skemmtileg..  http://www.youtube.com/watch?v=ELQb_SBwFyw 

 en það er gamans að geta að 1999 þá hét Charlotte, Charlotte Nilsson ekki Charlotte Perelli... gellan bara giftist og læti(eða skildi)..

 enn ég meina það, ef svíar vinna og ísland verður i 2 sæti, þá fer ég að grenja, ég afneita svíþjóð sem norðurlandaþjóð,  en hlusta svo alltaf á Take me to your heaven i laumi ..!

en já meira um eurovision.. Ása var einhvað að youtube-ast og sendi mér link af gömlu lagi, ég var 8 ára þegar það var að keppa og getið hvað.. ÉG MUNDI EFTIR ÞVÍ :D árið 2000 þegar thelma og einar ágúst fóru út.. þetta lag var svo eftirminnilegt , en þetta er einmitt sænska lagið ´The Spirits Are Calling My Name  ´sem að Roger Pontare söng.. http://www.youtube.com/watch?v=uSLFlI6XcEY   
þannig að ég fer einhvað að skoða og ég finn alveg fullt af lögum sem voru fyrir 8 árum, sem ég man eftir t.d http://www.youtube.com/watch?v=nEvMSup-uVY&feature=related  þetta er Ines sem söng fyrir Estoniu.. ég hélt með þessu lagi,,  getiðið ekki séð þetta fyrir ykkur,, pinkulítil 8 ára skvísa, með alveg ljóst hár og blá augu, hoppandi og syngjandi með þessu :P  en svo var líka annað lag sem ég hélt með en það var Charmed sem sungu fyrir Noreg http://www.youtube.com/watch?v=2QzftxU2Vek  þær sungu lagið My Heart Goes Boom  

ég mæli alveg geðveikt með þessum lögum, ég allavega geri ekki annað en að hlusta á þessi lög og Zombie með Cranberries og remix útgáfur af því :P

en núna er ég búin að skrifa alveg nóg i bili..

 

-Alexandra björg 

 


spunastjarna

díses.. ef þið lesið seinustu færslu þá eru svona 100000000 stafsetningavillur :')

en já þemadagar voru skemmtilegir og ég og minn hópur vorum kosin spunastjörnur xD

en já árshátíðin var semi.. Bermúda var æð, sungu fullt af skemmtilegum lögum og svona.. en árhátíðin i heild sinni var afskaplega leiðinleg..

 en ég nenni ekki að blogga meira núna.. ég kem kannski með meira í kvöld eða seinna.

 

-Alexandra spunastjarna 


duran duran eða wham

ég er núna i skólanum og það er algjör snilld.. erum með þemadaga og það er 80´þema og allir eru með túberað hár i leggings og legghlífur og skærir litir og geðveikt málaðar stelpur og svona.. kennararnir eru meira að segja i  búningum... svo erum við búin að vera heyra um duran duran og wham... og við geðrum leirkit minn hópur um stríði á milli sveitanna.. og það verður tekið upp á eftir :)

 

en ég blogga meira á eftir bæti við hér.. Þarf að fara leika leikrit og hlægja af krökkunum i singstar :')

+

-Alexandra


Viltu bjóða mér í hjarta þitt, vertu skjöldur minn og sverð..!

arrgg.. ég er pirruð núna.. ég er að reyna að setja inn nýjan banner sem er bara ekki að virka.. ég er nett pirruð á því.. hjálp hjálp:)

ég fór ekki í skólan i dag og alveg hundleiddist en ég horfði reyndar á 2 myndir sem ég hafði dl en þær heita Bratz og Juno.. báðar mjög góðar.. Bratz er samt svona eins og mean girls.. er eiginlega komin með nóg af þannig myndum.. svo algengar.. en Juno er bara snilld.. um 16 ára stelpu sem verður ólétt og svona:P  ææ þið verðið bara að sjá hana.. mig langar á hana i bíó... mig langar líka á fleiri myndir í bíó.. ég reyndar fór á 2 myndir i bíó um helgina.. fór með Kára og semi pro og Sædísi og Brynju á Step up 2 the streets.. hún er mjög góð.. fannst reyndar step up 1 betri.. en já.. það kemur svo pottþétt step up 3 the floor eða einhvað:') 

ég er alveg hooked á eurovision laginu hans Páls Rósinkranz ,,Gef mér Von"  ég elska svona kór lög.. og óperu guuð ég elska óperu og sinfóniur ég veit ekki afhverju.. ég er sérstök og hef alltaf verið:P fékk það á hreint á föstudagin seinasta:P

Svo finnst mér líka lagið með Gittu og magna gott.. :P

og já ef þið vissuð það ekki þá er ég eurovision frík svo að um að gera að bjóða mér i eurovision party.. eða party? chill þar sem maður horfir á eurovision i góðra vina hópi.. spurning hvort belgus verði bara saman? getum svo líka leyft heldra fólkinu að fljóta með ef það vill.. :D 

en já ég var að downloda nýjum leik hann heitir  Icy Tower og er ótrúlega einhverfur en geðveikt skemmtilegur  ég komst í spíturnar sem er þá 200 en ég náði 240.. og einhverjum 2400 stigum :D  I´m so good:D  Vá minnir mig á Peunut og Acchemd the dead terrorist og jose jalepino:D  

en jæja ég ætla að hætta að blogga núna og fara slá heimsmet i Icy Tower eða einhvað:P

 

-Alexandra euro-nörd 

 


dagurinn i dag :)

vá ég hef ekkert að gera... kannski ekki skrítð klukkan er hálf 4 að nóttu til:P

Ása mín er að segja að hún sé að taka bloggmeistara titillin af mér sem er náttúrulega svakalega kjánalegt af henni þar sem það er ekki hægt... ef við lítum farin veg.. þá hef ég átt ófáar bloggsíður, og ef við teljum bloggin sem eru þar þá mundi við fá stóra tölu úr því svo að ása.. gangi þér vel að toppa mig í blogginu:)

en dagurinn i dag er búin að vera alveg ágætur:) ég vaknaði klukkan 11 og fór i skólan kl 12 að sækja páskaegg og var svo bara einhvað að einhverfast i tölvunni til rúmlega 2.. þá nenni ég þessu ekki enþá og hringi i Kárann sem var niðri i bæ svo ég fer þangað að hitta hann.. og við röltum niður Laugarvegin og fórum á Subway þarna niðr eftir.. svo röltum við bara upp að tjörninni og löbbuðum svo bara heim til Kára, töluðum við fuglana hans og vorum að skrifa i afmæliskortið hennar Brynju. Hún fékk sérsamið ljóð og svona.. og 2 mjög fallegar setningar.. minnir að þetta hafi verið einhvern vegin svona.. :

                Þú ert stök stjarna
                sem flýgur yfir stjörnuhimin
                staðnar og starir á mig
                og svífur svo á geimsins vit

              Við elskum þig Brynja Dís

ég man það ekki alveg en það var einhvern vegin svona og svo komu 2 setningar sem voru svona:

Þú ert ísinn okkar á heitum sumardegi og kakóið okkar á köldum vetrardegi..

svo kom bara afmæliskveðja á hinni síðunni og frá hverjum þetta var og mamma hans kára fékk að fljóta mér og skrifaði stutta kveðju til Brynju líka.. ég held samt að þær hafi aldrei hist:P

en svo fórum við öll i bíó.. eða ég,kári og Bjartur bróðir hans fórum á Semi pro en Kolbeinn hinn bróðir hans,Eyrún mamma hans og afi fóru á brúðguman. Svo fórum við bara heim til Kára, en við Kári röltum niður í samkaup til Brynju og spjölluðum við hana og fórum svo að borða nautakjöt heima hjá kára.. Svo fórum við aftur til Brynju og ég tók svo strætó heim..

svo kom ég heim og horfði á einhverja draugamynd með mömmu og pabba hét draugaskipið eða einhvað.. ég mæli engan vegin með henni fyrir fólk sem er með svona lítið hjarta eins og ég.. ég hélt í hendina á pabba og mömmu til skiptis og hélt hinni hendinni þá fyrir augunum, og kíkti af og til á myndinna :P svo horfði ég bara á American pie 2.. eða bandaríska böku 2 eins og þýðingin var víst.. frekar bein þýðing enn.. hún er auðvitað alltaf góð.. mamma og pabbi voru þá farin að sofa en Elísbet kom heim og sofnaði með kókglas og enþá í kápunni sinni og skóm í sófanum.. þannig að alexandra besta systir i heimi, tók glasið af henni, og tók hana úr skónum og breiddi teppi ofan á hana og setti fótaskemilin upp.. svo kom mamma og rak mig i rúmið,, ég fór alveg i rúmið en ég fór ekki að sofa:P ég fór bara i tölvuna:P

en núna sit ég bara og er að pæla að fara sofa.. hef voðalega lítið að gera.. og það er engin skemmtilegur á msn.

vona að þið hafið nennt að lesa þetta :P

kv. Alexandra 


Blogg tileinkað Ásu

jæja.. þá er ég búin að fara í útilegu seinustu helgi sem var ágæt, svo var bara vikan sem leið, hún var frekar þreytt.. svo endaði vikan með geðveiku kvöldi.. Sem var i kvöld.. heima hjá Ásu.. hún var að  halda upp á afmælið sitt..sem heppnaðist svakalega vel og var rosalega skemmtilegt.. það var bara spjallað, opnað pakka og borðað:P Svo þegar kl var rúmlega 11.. þá var afmælið búið og ég fékk svo far heim.. Hulda ákvað að vera svo yndisleg að taka smá auka krók :P UPPÍ MOSÓ :D

Og ég er svo ánægð með hárið mitt.. ég gerði alveg sjálf í það:P setti tagl en skildi smá hár eftir undir því svo setti ég svona gg flotta nælu/spennu sem ég fermdist með yfir teygjuna og það var geðveikt flott.. og svo hélst toppurinn og allt alveg aftur ábak.. svo að ég er mjög ánægð með það.!

En já annars sit ég bara hérna ein fyrir framan sjónvarpið og var að horfa á einhvarja franska/bandaríska spennumynd sem hét háskakvenndið eða einhvað með rebeccu romajin og anthony banderas.. hún var flókin en góð.. reyndar frekar mikið um nekt á kvennmönnum.. en eins og það skipti einhverju máli:P

En já ég ætti að kannski að taka það framm að þetta blogg er sérstaklega ætlað  Ásu þar sem að hún var að kvarta um að það vantaði blogg og ég er bloggmeistarinn þó svo að ég bloggi ekki daglega.. ég blogga yfirleitt löng blogg svo að það ætti að vera nóg fyrir ykkur:P Svo er allt i lagi að skilja eftir comment:D  svona svo ég viti hverjir eru að skoða síðuna:P eða skrifa i gestabókina það sakar ekki.

og bara svo allir vita þá baka ég bestu kökur i heimi :D 

 En já ég skrifa fljótlega aftur.. þegar ég hef einhvað skemmtilegt að segja frá..

-Alexandra Björg 


blísturstón og stess í síma

jæja.. núna sit ég uppá bandalagi og er að þjóna starfi Þóru, ef að síminn hringir næstu 10 min þá á ég að svara og segja skátamiðstöðin góðan dag. :P  mjög gaman:P og stressandi :)

 svo er ég að fara dúlla mér einhvað með ásu.. ég  veit ekki alveg hvað við erum að fara gera, en það kemur i ljós, hún veit alveg allt um það.

annars er dagurinn búin að vera ágætur var á nemendarráðsfundi frá 11:20-14:00

við fórum inní alla bekkina með gítar og létum alla syngja gamla nóa fyrir okkur til að setja i annálinn:) fyrir árshátíðina..

algjör stuð..

en já svo er að koma útilega um helgina sem verður massa gaman.. trúi ekki öðru:)

en já það er engin búin að hringja og 6 min til stefnu, svo að ég held i vonina enþá að þurfa ekki að svara, þó svo að það væri frekar skondið og gaman:D

annars heyri ég þennan undurfagra blísturstón i eyrum mér en Helgi er að flauta landsmótslagið:P

en já ég kveð að sinni og blogga kannski á morgun..

kv.Alexandra


22.feb gleði og sorgardagur

tjellin?

 ég er þá komin við tölvuna að blogga..

gengur vonum framan alveg hjá mér..

ég er með bullandi kvef.. sem er ýkt pirrandi- hver fann uppá kvefinu? það er bara hell sko:D

en já í dag 22.febrúar eru bæði gleði og sorgardagur fyrir mig..

gleðinn er því að í dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinn Lord Baden Powell og svona húllum hæ, var haldin kvöldvaka á bís og svona gaman gaman..

en sorgardagur því að í dag féll Elli frændi minn frá aðeins 50 ára- sem er mjög átakanlegt og mjög sorglegt að mínu mati, en það er alltaf hægt að sjá ljós i öllu og núna líður honum betur og hann er hjá afa.

En vikan hefur liðið svona hægt og hljóðlega- það er mjög lítið að segja frá. svo að ég læt þetta gott heita og lofa að blogga bráðum og segja einhvað sniðugt..

 kv.Alexandra


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband