13.2.2008 | 23:46
ekki helgarblogg
jæja sko ég sagði að það mundi ekki líða á næstu helgi.. það er miðvikudagur núna :D *stolt*
en já ég fór ekki í skólan í dag.. var bara í tölvunni og að læra smá í íslensku- eða reyna...
dagurinn var frekar leiðinlegur ég skellti mér í sturtu og hresstist:P
svo í gær þá fór ég á drekaskátafund og svo á skátafund i seglaheimilinu með ásu seinasta hálftíman þar:P ég hitta einar þar :) hann var mjög fínn drengur en auðvitað yngri svo að hann er litli strákurinn minn :')
en núna er ég bara einhvað að sita og vera með hausverk og láta kötu(hundinn) stara á mig og biðja um knús og kelerí :D en núna er drew carey show að byrja svo ég bið að heilsa:D
kv.Alexandra :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2008 | 23:26
ég týndi ipodinum mínum
vá ég held að ég gæti skírt þetta helgarblogg síðu.. seinustu 3 helgar með þessari þá er blogg.. :P ég er ekki alveg að standa mig í þessu :P svo kann ég bara ekki baun á þetta forrit.. er mikið mikið betri á blog.central og jafnvel myspace.. sem ég sökka á:P steinunn varð að laga það og gera flott...
en annars er ekkert svakalega mikið að frétta af mér.. bara þetta sama,, skóli,passa,skátar, egill.
svo er ég að fara vinna í símaveri á megaviku dominos.. fæ smá pening þar og get vonandi farið að kaupa mér buxurnar sem mér langar í.
Kötu kroppur býr enþá hjá okkur og er bara sest að:P
ég er að pæla að fara í FB með Árna,Andra og Brynju Dís minni. Það væri fjör.. er reyndar að heyra að þessi skóli hafi ýmsa galla.. en ég er svo fullkomin að ég þarf nokkra galla i líf mitt * DJÓK*
en ég verð að segja að ég heyrði allra fyndnustu setningu i heimi á þriðjudagin var af 8 ára barni..
við vorum semsagt með drekaskátafund og það er skyndihjálp... og krakkarnir sitja voða pen og hlusta á Vigdísi tala.. svo eru allir að rétta upp hendi og það skapast smá órói og þá snýr 1 strákur að öðrum strák sem var að prófa i 1 skipti og segir við hann ,, núna skalt þú bara þegja, þú ert nýr " og ég og Kári grenjuðum næstum úr hlátri.. sem betur fer voru þessir drengir vinir.
Ég týndi ipodinum minum og suðaði út úr Kaju mp3 spilaran hennar svo ég gæti hlustað á einhverja tónlist:) svo að núna er ég mp3 Hunter samkvæmt Kaju... en það verður bara að hafa það..
svo er Kári Súperman núna og ég veit ekki betur en Árni Páll sé Batman, hver vill vera spiderman,catwoman, robin, og restin? :D pantanir sendast á e-mailið mitt eða í komment:P
en já ég held að þetta sé bara fínt ég blogga alltaf svo ofurlöng blogg :/
reyni að blogga bráðlega aftur.. ekki næstu helgi :P
kv.Alexandra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 17:14
1-3 febrúar 2008
jæja þá er þessi vika og helgi blessunarlega búinn.. og ég er að detta niður úr þreytu..
ég var semsé á námskeiði 1-3 feb.. svona skátanámskeiði á úlfljótsvatni sem var náttúrlega brjálað stuð:D nema hvað að á svona námskeiðum þá fær maður varla að anda... það var bara fyrirlestur,fyrirlestur, smá hvíld, út, út ,út og bara alltaf einhvað að gera.. fengum kannski hálftíma hér og þar eða 10 mín til að sækja útiföt og svona.. en þetta er ekkert kvörtunar blogg.. þó svo að ég muni örugglega kvarta einhvað í því, það er mjög sterkur hæfileiki hjá mér,, AÐ KVARTA!
en já á föstudeginum þá skutlar mamma mér til Brynju sætu og ég borða heima hjá henni geðveikt góðan lax, svo kemur Linda og sækir okkur og við förum allar 3 uppá BÍS svo koma rúturnar og sækja okkur.. ég sat við hliðina á Sædísi og við vorum geðveikt dauðar að hlusta á ipod og horfa á stjörnurnar.. Linda og Brynja voru líka soldið dauðar:P en svo komumst við á leiðarenda og Sædís heldur af stað með litlu dróttskátunum í KSÚ en við í DSÚ. Svo er Linda sett með öðrum sveitarforingjum i fálkaskálan sem var óupphitaður og ískalt, en Brynja var sett i annað herbergi í DSÚ og ég í annað.. en ekki lengi,, nei nei þegar Margrét Vala (gellan sem stjórnar) var búin að rífa vinahópana gjörsamlega i sundur þá skiptum við okkur bara sjálf aftur i flokka.. svo að ég og Brynja náðum að vera saman. Og við vorum i flokki sem hét Bernódus og drekaflugurnar og vorum 9.. ég kynntist mjög skemmtilegum stelpum og voða voða gaman. Svo er bara kynning á dagskrá og svona skemmtileg heit og hvíld kl 1. En Linda fékk að koma og gista hjá okkur:D
Laugardagurinn var voða spennó:P vöknuðum kl 8 og ég og Brynja vorum mættar í eldhúsið kl 8:20 bara uppá djókið og ákváðum að hjálpa dugnaðarmönnunum sem stóðu þarna að skera gúrkur og tómata.. og svo fengum við að borða kl 9 og svo var bara skellt sér út í dagskrá og ég sver að allt úlfljótsvatn var fullt af snjó það var snjór uppað lærum.. við fórum i leikjadagskrá með AÞ sem var gg gaman... og flokkurinn vann mjög vel saman og við urðum nánari, vorum ekki eins feimin og svona.. svo var hádeigismatur og svo var meiri dagskrá sem var reyndar inni í JB. en það voru bara svona fyrirlestrar sem við Brynja sofnuðum við (ekki lengi samt) svo kom Bragi og ræddi við okkur og svo var bara frjáls tími... sem að mig minnir sterklega að sumir höfðu notað til að sofa... þannig að ég var geðveikt ein að láta mér leiðast.. svo fórum við í aðra dagskrá sem að flokkurinn hennar Lindu hafði samið við fórum i kimsleik sem var þannig að við áttum að smakka nokkra hluti með bundið fyrir augun og giska hvað það var.. það var frekar nasty en við lifðum.. svo fengum við að horfa á nokkra hluti og áttum að skrifa hvað við hefðum séð.. svo fórum við út í leik sem heitir Drunken Spider sem er þannig að nokkrir halda í axlirnar á hvort öðrum i hring og beyga sig inni hann svo koma aðrir og taka tilhlaup einn i einu og stekkur upp á þessa sem eru i hring og verður að komast yfir alla taka i lærin á einni manneskju og skella sér undir þannig að maður fer með höfuðið í gegnum klofið á einni manneskju.. þessi leikur er svo brjálæðislega skemmtilegur að það er ekki eðililegt.. svo fórum við i keppni að renna okkur niður brekkuna á ruslapokum og mitt lið vann:D svo áttum við að finna var okkar eigin takmörk eru og hlaupa berfætt i snjónum.. sem ég gerði líka:) svo var frjálst og loks matur, við fengum KJÖTSÚPU :D svo var bara frjálst og svo kvöldvaka og svo næturleikur sem var alveg einstaklega leiðinlegur. svo var kvöldkaffi og svo fórum við í smiðjuna til að búa til gjöf fyrir vinaflokkin okkar.. svo fórum við uppí rúm bara að spjalla og svo fórum við að sofa.
Sunnudagurinn: við vöknuðum kl 9 fórum að borða og fórum svo i skátadagskrá.. í fyrsta lið þá fórum við í drunken spider sem við náðum i 1 riðli svo að við máttum bara chilla úti i 10 min og´fórum svo á næsta póst og þá áttum við að halda jafnvægi á skipinu.. það tók nokkrar tilraunir en hafðist samt og héldum jafnvægi og gátum skipt um stað og hoppað og svona.. mjög gaman.. svo fórum við í næsta póst sem var i gilwell skálanum.. þar áttum við að skrifa ræðu um afhverju krakkar meiga taka með sér rafmagnstæki i útilegur.. svo fórum við til Elsíar úti og áttum að hrósa hvort öðru en við Brynja vorum mikið frekar i því að hoppa á Elsí og láta hana detta og svona.. mikið skemmtilegra.. svo fórum við í JB. og skrifuðum niður lífsgildi og svo aftur i gilwell skálan þar sem að við héldum ræðukeppni og svo fengu allir blað á bakið á sér og allir gengu um og skrifuðu einhvað fallegt um alla.. svo var matur... fengum pasta og svo var bara tiltekt og frjáls tími. svo var slit og svo var bara farið heim... og við vorum geðveikt úldnar á leiðinni heim sátum 4 með ipoda í eyrum og buffin fyrir augunum og sváfum :D
svo er ég bara hérna núna að blogga og leka niður úr þreytu:S
kv. Alexandra súper skáti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2008 | 01:07
helgin mín
Þessi helgi var frekar skringileg en fljót að líða.. ég var veik á miðvikudegi,fimmtudegi og föstudegi.. og ég bara nennti ekki að vera inni líka á laugardegi svo að ég ákvað að fara til Ásu og Ólínu,, og þar sem að ólína var að flytja að heiman þá ákvað ég að ég yrði að sjá nýju íbúðina sem var svona líka krúttleg:D við stöllur förum svo að versla i matin i bónus og fá okkur að borða í kringlunni, svo förum við heim til ólínu, horfum á eina mynd og svo kemur Aggi bróðir Ásu að sækja okkur því að Ása ætlaði að fara passa Bjössaling og Davíð syni Agga... svo kemur hann og við erum að keyra og svo bara bumm.. bíllin drepur á sér.. og kveikti ekki á sér aftur. Sem var alveg fokk pirrandi því að við ólína þurftum að fórna okkur i strætó því að rescue bíllin var bara 5 manna.. svo að við Ólína skelltum okkur i strætó túr sem endaði alveg ágætlega.. svo pöntuðum við pizzu og ég og Ása skiptumst á að ráðast á Bjössann:D sem er æðislegasta barn i geimi... hann er svo mikið krútt.. svo horfum við bara á einhverjar myndir og american Idol þætti sem voru gg fyndnir.. svo þegar förum við bara að sofa.. strákarnir litlu og við 3 inni barnaherbergi.. ég og ólína vorum á sitthvori dýnuni en Ása deildi rekkju með strákunum, hún reyndar kom svo niður til mín þegar hún var að deyja úr þrengslum. (3 manneskjur á einni dýnu)
Svo vöknum við hress og kát á sunnudegi og fáum okkur að borða og biðum eftir að hjónakornin vöknuðu til að taka á móti börnunum, svo fórum við, þurfum að bíða eftir strætó í rúman klukkutíma og Ása fór heim til sín, Ólína sín en ekki Alexandra neeeeiii.. ég fór í Þorrablót, sem var svona líka undarlegt. Ég mæti kl 2 og aðstoðaði ömmu mína við að skræla karteflur og ganga frá glösum og hnífapörum,, svaka stuð, svo koma allir og ég eins og útburður, (ég var ekkert búin að fara heim i sturtu eða skipta um föt) svo að ég varð að bíða eftir ma og pa sem komu með gallabuxur og bol á mig svo að ég var aðeins skárri útlítandi.. svo settist ég niður og borðaði besta mat í heimi... haaangikjöt og rófustöppu.. svo kjaftaði ég bara endalaust við litlu frænku mína hana Ágústu sem er reyndar alveg örugglega stærri en ég.. en samt ári yngri og stofni neðar en ég:D ALEXANDRA STÓRA! Svo var mér farið að leiðast svolítið undir lokin,, svo að við fórum kl hálf 8. en alexandra fór sko ekki heim.. neiiheii ég fór í bíó með Katrínu stóru systur og vinkonu hennar.. á svona líka leiðinlega mynd Cloverfield held ég að hún heiti en í hléinu hitti ég hann Egil minn og ég ákvað að færa mig upp til hans og hans vina.. Svo fékk ég far heim og sit bara hérna fyrir framan tölvuna og sjónvarpið og er að blogga...
En hann Egill á afmæli í dag (tæknilega í gær, kl er yfir miðnætti) en samt fær hann afmælissöng
Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann egill,
hann á afmæli i dag,
hann er 16 ára í dag,
hann er 16 ára dag,
hann er 16 ára í dag hann egill,
hann er 16 ára í dag.
Hann hefur stækkað i nótt,
hann hefur stækkað í nótt,
Hann hefur stækkað hann egill,
hann er orðin risa stór.
Til hamingju með afmælið gæskurinn (L) æfingarakstur á næsta leiti.
Þá er helgin min komin:D
-Alexandra Björg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 10:30
allir verða bíða geðveikt lengi en þau fá börn bara sísvona:/
kommon????
er þetta ekki komið nóg? þau eiga eina stelpu sjálf og 3 ættleidd börn,, svo vilja þau bæta i safnið...
svo hafa sumir tekið eftir því að flestar myndir af þeim þegar þau eru með börnin þá eru alltaf bara 2 börn með þeim...þau geta ekki einu sinni farið með öll börnin sín í göngutúr og þá vilja þau bara fleiri.. það gengur ekki..
svo fá þau líka bara börn sí svona,, á meðan sumir verða að bíða geðveikt lengi eftir sínum..
piff kjaftæði
kv.Alexandra
Angelina og Brad vilja ættleiða stúlku frá Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 00:01
próf (1/6)
sæl/ll
núna er ég í prófum það er ekki gaman,, ég var í íslenskuprófi núna í dag, ensku próf á morgun, svo samfélagsfræðipróf, svo eftir helgi er náttúrufræðipróf,dönsku og stærðfræðipróf.
íslensku prófið gekk ágætlega hjá mér:) ég vona að ég nái yfir 7. þá er takmarki náð:) svo er náttúrulega bara æði ef ég fæ 10 :P en þá er markið heldur hátt held ég:D
svo að ég geri lítið annað þessa viku annað en að læra,passa og skátast smá,, er reyndar búin að passa annað barn i dag sem ég er ekki barnapía hjá og svo fer ég að passa krútti búttí litla sæta Björn Ísak ásufrænda á morgun með henni:) það verður ofur stuð.
En kommon allir að kommenta eða skrifa í gestabók það er bara must. ef þú kemur inná síðuna hvort sem þú þekkir mig voða mikið eða bara pinku lítið og ert geðveikt að stelast að kíkja á síðuna og þorir ekki að láta neinn vita.... KOMMENTAÐU SAMT I dont care
-Alexandra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2008 | 00:34
dagurinn i dag!
Jæja núna fékk ég ósk um að ég bloggaði frá minni heittelskuðu vinkonu svo ég ákvað að slá til.. eitt blogg sakar ekki..
Dagurinn i dag var þannig að ég vaknaði um 11-12 og fór i kringluna að hitta Ester vinkonu mína, við vorum bara einhvað að skokka þar.. kíkja i búðir, éta mat og mcflurry:D svo fórum við í mjög skemmtileg strætóferð niður á hlemm og úti rassgat og aftur uppi Kringlu, svo fór ester i vinnuna og ég í strætó heim og ekki er ég mjög heppin ég varð að bíða í góða veðrinu( það var geðveikt kalt og vont veður) en ég þraukaði með ipod i eyrum og gleði i hjarta? (þetta hljómar mjög næs) Enn vá skrítna fólk i strætó. 1 eldgamall maður með staf og hvítt skegg, var með SÓLGLERAUGU inni strætó, og svona skemmtileg heit!
Svo fór ég heim svo til egils, þar sem ég lenti í heiftarlegum slag:P hahaha það var svo fyndið ég teipaði egil við stólinn sinn á meðan hann var i tölvunni sinni og reif síman af honum og svona alskonar:P en ég tapaði samt:P svo fór ég með ebetu og katrinu og pabba út að borða og svo í bíó fórum á the golden compass sem er skrítin. Seinasta mynd sem við höfum farið saman á var Herkúles þegar hún var sýnd sem var fyrir svona 68327 árum:D Svo fórum við bara heim og ég er bara búin að vera chilla hérna i tölvuni og á msn að tala við fólk..
-Alexandra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 18:10
Sjúmmi farin að þróa bíla..haaaaaaaaaaaa?
okei ég skil bara ekki afhverju hann var að hætta??? hann keyrði náttúrulega ofursúbervel og svo bara nei nei sjúmmi kallin sestur i helgan stein:O og orðin einhver ráðgjafadrusla og svo verður hann einhver voða special bílaþróunar gæi ...
jájá einmitt, afhverju fer hann ekki bara aftur að keyra fyrir ferrari.. ég veit ekki betur en að hann hafi keyrt manna best i formúlu 1 fyrr eða síðar .
-Alexandra
Schumacher stýrir bílþróun Ferrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 00:38
Kveðjuparty fyrir Guðný /Guðný´s goodbye party
Blogg tileinkað Guðnýju:D
Við byrjuðum á að sækja gelluna og buttum fyrir augun á henni.. hún hafði fengið ströng fyrirmæli að taka með sér. Vasaljós,áttavita, prímus, og allskonar hluti.. við létum hana taka stefnuna á Bláfjöll og svo héldum við í þá átt.. hún réð leiðini með bundið fyrir augun... við fórum með hana í sandkassa sem átti að vera Sahara eyðimörk,, rólu sem var flugvél eða einhvað, rennibraut, inní tré sem áttu að vera regnskógar, létum hana labba upp fullt af tröppum og alskonar erfiða hluti.. minni á að hún gerði allt blindandi.. við reyndar héldum alltaf í hana.. svo fórum við inná miðjan stríðsvöll í írak og sprengdum innisprengjur á hana svo hún var orðin frekar skrautleg.. hún söng ó guð vors lands og jambo söngvana á ensku og íslensku.. fólk gekk framhjá og hélt að það væri einhvað að okkur..
Svo enduðum við í árbúaheimilinu þar sem að við héldum 4 á henni upp brekkuna á milli bís og árbúa. Þar tók við einsmans póstaleikur.. þar sem að þetta var svipað og páskaeggjaleit nema með miklum þrautum og hlaupum upp og niður stiga.. svo endaði hún inni eldhúsi þar sem að hún fann pakkan sinn inní ofni.. hún varð að opna 5 ducktape rúllur sem voru umvafðar gjöfinni og hún fékk litabók og liti svo henni mundi ekki leiðast i flugvélinni og sólarvörn uppá hæsta stig svo hún fái engan lit.. þá náttúrulega getur David tekið litina sem hún fékk og litað hana brúna eða einhvað.. nýta hlutina:D
Svo borðuðum við dominos pizzu og fórum svo i actionary.. Brynja og Ása voru saman í liði, Sædís og Þórunn og ég og Guðný svo bættist David i hópin og hann var með okkur Guðný í liði.. Við skulum ekkert ræða um þessa keppni.. annað en það að þetta var bara smá upphitun á íslandi.. við Guðný rústum ykkur í ástralíu í janúar 2009.
Svo voru nokkrar myndir teknar og allir fóru heim.. David var svo elskulegur að bjóðast til að skutla mér heim svo að turtildúfurnar Guðný og David þurftu að bruna uppí Mosó og aftur til baka:)
Takk öll fyrir ógleymanlegt kvöld og skemmtið ykkur svaka vel í Ástalíu og passið nú uppá hvert annað Guðný og David.
And now just for you David on english.
Lets start at the beginning.. We pickt the chick up and then we put this thingi on her face so she couldent see anything.. she had in her backpack flasslight,compass and a primus(she forgot it).. She had to use the compass to find 1 mountain called Bluemountain and then we start to walk in that way.. she controlled the way blindefulled.. we went to this sand pit(Sahara) and a swing (that was an airplane) in to a slide, and some trees that was the rainforest, she had to walk up and down some stears and all kind off a stuff,, and she was always blindefulled. And then we went to the war in Irak, we blowed some bombs in her face and she becamed wery fansy she song the icelandic national song and the jamboree song in english and Icelandic.. we meet some peoble on the way.. I thing that they have thougt Guðný was retarded or something:D
We ended in the scouthome, and we lift her up and walkt with her up to the doors.. Then she had to go in a little postgame.. she was running up and down the stairs and finally found her gift.. the gift was rapped in to a 5 duck tapes:D She got a colorbook and some color, and sunblock for max hight sun.. so she will not be tanned.. but then David can help her and just use the brown color and color her:D
Then we ate a dominos pizza and played actionary,, Brynja and Ása was in the same team, Sædís and Þórunn, and me and Guðný (and David when he arrived) lets not talk about who won,, lets just say that this is just the beginning, I and Guðný are gonna kick your asses in astralia january 2009:D (we just have to practise... ALOT)
And then we took some photos and everybody when home.. David and Guðný gave me a lift home.. drow all the way to moso and then back home to there place.
Thanks everybody for a night that I will never forget,, have fun in Astrailia Guðný and David.. be carefull
-Alex the weird one
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2008 | 22:47
brenna og flugeldar
jæja þá er það yfirstaðið
ég fór með Kötu kropp út á brennuna og flugveldasýninguna.. ætluðum að vera nokkur saman en ég og Lára nenntum bara i skrúðgönguna þannig að við týndum ÖLLUM.. það var hrikalega leiðinlegt en det er livet.. eða e-h , svo þurfti Lára að ná strætó til að fara til síns heitt elskaða Arons.. svo að ég gekk með henni leiðina að skýlina og mælti mér mót við Örnu stóru systir sem var að koma með Ronju stærsta skrímsli i heimi:D svo gengum við að bílnum og fórum á Kfc og svo heim og ég sit hér óvenjusnemma og blogga..
mér fannst alveg merkilegt að Kata var ekkert hrædd við flugeldana. henni var bara alveg sama.. merkilegt en satt.. svo að jamms.. engin róandi lyf hérna megin.. þó svo að ég hefði alveg þegið þaus sjálf.
en ég kveð núna með Celine Dion og flugelda í eyrunum og ætla að msnast einhvað áfram og fara svo að sofa... því að skólin er að byrja á morgun, sem þýðir bráðum próf og svo samrænduprófin :O ég er orðin svo stóóór.. verð 16 eftir rúma 8 mánuði:D
-Alexandra Björg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)